Blaðakona í lögregluvernd eftir að hafa gagnrýnt Granit Xhaka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 10:00 Serbar voru allt annað en sáttir við Granit Xhaka sem er af albönskum ættum en spilar fyrir Sviss. Blaðakonan Zana Avdiu gagrýndi svissneska landsliðsmanninn opinberlea. Samsett/Facebook&Getty Blaðamaðurinn Zana Avdiu gagnrýndi svissneska landsliðsmanninn Granit Xhaka fyrir hegðun sína í leik á HM og hefur síðan mátt lifa við hótanir og áhyggjur um öryggi sitt. „Ég hef fengið skilaboð með alvöru hótunum gegn mér og minni fjölskyldu,“ sagði Zana Avdiu við Blick. Það gekk mikið á í leik Sviss og Serbíu en Svisslendingar unnu leikinn á endanum 3-2. Granit Xhaka fékk athygli fyrir hegðun sína í leiknum en þessi þrítugi leikmaður Arsenal og svissneska landsliðsins greip um hreðjarnar fyrir framan varamannabekk Serba. Nach Kritik an Granit Xhaka: Feministin Zana Avdiu erhält tausende Drohungen und braucht Polizeischutz. https://t.co/2YvPczEIMg— watson News (@watson_news) December 11, 2022 Atvikið fékk mikla umfjöllun í Sviss og umrædd Zana Avdiu gagnrýndi landsliðsmanninn. „Það er skömm að þessari hegðun Xhaka. Svona haga sér bara götustrákar,“ skrifaði Zana Avdiu á samfélagsmiðla sína. Hún kom seinna í sjónvarpssal og hélt áfram að gagnrýna Xhaka. „Þetta látbragð er tákn fyrir kynferðisofbeldi,“ sagði Avdiu meðal annars. Ragip Xhaka, faðir Granit Xhaka, var líka í sjónvarpsþættinum en hann talaði þar í gegnum síma. Zana Avdiu, bekannteste Feministin des Kosovo, missbilligte Granit Xhakas Griff in den Schritt während des Spiels Schweiz gegen Serbien. Daraufhin wurde sie von dessen Vater live am Fernsehen bedroht und braucht seither Polizeischutz. (Abo)https://t.co/6xeThw4clZ— SonntagsZeitung (@sonntagszeitung) December 11, 2022 Hann sagði meðal annars að blaðakonan ætti að passa sig á því sem hún segði. Hún spurði hvað myndi þá gerast en Ragip sagðist þá ætla að segja henni það seinna. Taulant, bróðir Granit, sendi henni líka skilaboð á Instagram. Blick segir frá því að Zana Avdiu hafi þurft að lifa við lögregluvernd í viku eftir að hafa fengið ítrekaðar hótanir. Alls fékk hún ellefu þúsund hatursfull skilaboð. „Ég fengið alvöru hótanir gegn mér og minni fjölskyldu. Þeir segja að það ætti að drepa mig, ég ætti að flýja til Serbíu eða það ætti að nauðga mér. Ég hef tilkynnt yfir tvö hundruð skilaboð til lögreglunnar og það hafa þegar menn verið handteknir,“ sagði Avdiu. HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira
„Ég hef fengið skilaboð með alvöru hótunum gegn mér og minni fjölskyldu,“ sagði Zana Avdiu við Blick. Það gekk mikið á í leik Sviss og Serbíu en Svisslendingar unnu leikinn á endanum 3-2. Granit Xhaka fékk athygli fyrir hegðun sína í leiknum en þessi þrítugi leikmaður Arsenal og svissneska landsliðsins greip um hreðjarnar fyrir framan varamannabekk Serba. Nach Kritik an Granit Xhaka: Feministin Zana Avdiu erhält tausende Drohungen und braucht Polizeischutz. https://t.co/2YvPczEIMg— watson News (@watson_news) December 11, 2022 Atvikið fékk mikla umfjöllun í Sviss og umrædd Zana Avdiu gagnrýndi landsliðsmanninn. „Það er skömm að þessari hegðun Xhaka. Svona haga sér bara götustrákar,“ skrifaði Zana Avdiu á samfélagsmiðla sína. Hún kom seinna í sjónvarpssal og hélt áfram að gagnrýna Xhaka. „Þetta látbragð er tákn fyrir kynferðisofbeldi,“ sagði Avdiu meðal annars. Ragip Xhaka, faðir Granit Xhaka, var líka í sjónvarpsþættinum en hann talaði þar í gegnum síma. Zana Avdiu, bekannteste Feministin des Kosovo, missbilligte Granit Xhakas Griff in den Schritt während des Spiels Schweiz gegen Serbien. Daraufhin wurde sie von dessen Vater live am Fernsehen bedroht und braucht seither Polizeischutz. (Abo)https://t.co/6xeThw4clZ— SonntagsZeitung (@sonntagszeitung) December 11, 2022 Hann sagði meðal annars að blaðakonan ætti að passa sig á því sem hún segði. Hún spurði hvað myndi þá gerast en Ragip sagðist þá ætla að segja henni það seinna. Taulant, bróðir Granit, sendi henni líka skilaboð á Instagram. Blick segir frá því að Zana Avdiu hafi þurft að lifa við lögregluvernd í viku eftir að hafa fengið ítrekaðar hótanir. Alls fékk hún ellefu þúsund hatursfull skilaboð. „Ég fengið alvöru hótanir gegn mér og minni fjölskyldu. Þeir segja að það ætti að drepa mig, ég ætti að flýja til Serbíu eða það ætti að nauðga mér. Ég hef tilkynnt yfir tvö hundruð skilaboð til lögreglunnar og það hafa þegar menn verið handteknir,“ sagði Avdiu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira