Dagný bætti upp fyrir vítaklúður og Sara lagði upp á Ítalíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2022 20:45 Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrra mark West Ham í dag. Harriet Lander/Getty Images Íslenskar landsliðskonur voru áberandi í nokkrum af stærstu deildum Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir skoraði í 0-2 útisigri West Ham í ensku Ofurdeildinni og Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp í 2-4 útisigri Juventus í ítölsku A-deildinni. Dagný og liðsfélagar hennar í West Ham sóttu Tottenham heim í Lundúnaslag í ensku Ofurdeildinni í knattspyrnu í dag. Dagný fékk gullið tækifæri til að koma gestunum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar West Ham fékk vítaspyrnu, en skot hennar fram hjá markinu. Dagný lét það þó ekki á sig fá og bætti upp fyrir vítaklúðrið með marki strax á fjórðu mínútu síðari hálfleiks áður en Hawa Cissoko tryggði liðinu 0-2 sigur með marki á 83. mínútu. West Ham er nú með 15 stig í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum meira en Tottenham. West Ham hefur leikið tíu leiki á tímabilinu, en Tottenham aðeins átta. EAST EAST EAST LONDON! ⚒️⚒️⚒️There's nothing better than a derby day win! 🙌#TOTWHU 0-2 pic.twitter.com/lTHbuv6fa7— West Ham United Women (@westhamwomen) December 11, 2022 Þá lagði Sara Björk Gunnarsdóttir upp fyrsta mark Juventus er liðið vann góðan 2-4 útisigur gegn Roma. Markið skoraði Lineth Beerensteyn á 14. mínútu eftir að heimakonur höfðu tekið forystuna snemma leiks, en Sara Björk þurfti að fara af velli eftir rúmlega háltíma leik vegna meiðsla. Juventus situr nú í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 27 stig eftir 12 leiki, þremur stigum minna en Roma sem trónir á toppnum. Að lokum lék Sveindís Jane Jónsdóttir rétt tæpan háltíma er Wolfsburg vann öruggan 3-0 sigur gegn Meppen í þýsku deildinni í dag. Wolfsburg er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að tíu umferðum loknum. Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
Dagný og liðsfélagar hennar í West Ham sóttu Tottenham heim í Lundúnaslag í ensku Ofurdeildinni í knattspyrnu í dag. Dagný fékk gullið tækifæri til að koma gestunum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar West Ham fékk vítaspyrnu, en skot hennar fram hjá markinu. Dagný lét það þó ekki á sig fá og bætti upp fyrir vítaklúðrið með marki strax á fjórðu mínútu síðari hálfleiks áður en Hawa Cissoko tryggði liðinu 0-2 sigur með marki á 83. mínútu. West Ham er nú með 15 stig í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum meira en Tottenham. West Ham hefur leikið tíu leiki á tímabilinu, en Tottenham aðeins átta. EAST EAST EAST LONDON! ⚒️⚒️⚒️There's nothing better than a derby day win! 🙌#TOTWHU 0-2 pic.twitter.com/lTHbuv6fa7— West Ham United Women (@westhamwomen) December 11, 2022 Þá lagði Sara Björk Gunnarsdóttir upp fyrsta mark Juventus er liðið vann góðan 2-4 útisigur gegn Roma. Markið skoraði Lineth Beerensteyn á 14. mínútu eftir að heimakonur höfðu tekið forystuna snemma leiks, en Sara Björk þurfti að fara af velli eftir rúmlega háltíma leik vegna meiðsla. Juventus situr nú í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 27 stig eftir 12 leiki, þremur stigum minna en Roma sem trónir á toppnum. Að lokum lék Sveindís Jane Jónsdóttir rétt tæpan háltíma er Wolfsburg vann öruggan 3-0 sigur gegn Meppen í þýsku deildinni í dag. Wolfsburg er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að tíu umferðum loknum.
Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira