Southgate þarf tíma til að ákveða framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 11:30 Southgate þarf tíma til að hugsa sig um. Marc Atkins/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist þurfa tíma til að ákveða framtíð sína en lið hans datt út gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira