Southgate þarf tíma til að ákveða framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 11:30 Southgate þarf tíma til að hugsa sig um. Marc Atkins/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist þurfa tíma til að ákveða framtíð sína en lið hans datt út gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira