Southgate þarf tíma til að ákveða framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 11:30 Southgate þarf tíma til að hugsa sig um. Marc Atkins/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist þurfa tíma til að ákveða framtíð sína en lið hans datt út gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Sjá meira
Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Sjá meira