Sonur Kalla Bjarna fetaði í fótspor föður síns: „Þau sögðu að þetta væru örlög mín“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2022 21:00 Jón Emil fékk góð ráð frá föður sínum fyrir prufuna. Stöð 2 Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma. Jón Emil er frá Grindavík og hefur verið að syngja frá því hann man eftir sér. Aðspurður um af hverju hann ákvað að taka þátt sagði hann fjölskylduna hafa pínt hann í það. Feðgarnir saman á góðri stundu. Stöð 2 „En samt ekki, af því að pabbi minn náttúrulega vann þetta,“ sagði Jón við dómarana sem voru hissa en tóku þá eftir því hvað þeir væru líkir. „Ég varð bara að fara í þetta, þau sögðu að þetta voru örlög mín.“ Með Jóni í för voru amma hans og afi, sem að sögn Jóns ólu hann upp frá ungum aldri. Hann kvaðst spenntur fyrir því að feta í fótspor föðurs síns. „Ég lít upp til hans. Þegar ég var lítill var ég alltaf að horfa á einhver gömul vídeó af honum og syngja með og svoleiðis. Pabbi fékk alveg gæsahúð þegar hann frétti að ég væri að fara í Idol, hann var mjög spenntur,“ sagði Jón. Kalli Bjarni gaf syni sínum góð ráð fyrir prufuna. „Rétt áður en þú byrjar [andaðu] inn um nefið og út um munninn. Og manstu, reset tempo þannig þú farir ekki af hratt. En vertu bara þú sjálfur og láttu geisla af þér,“ sagði hann. Jón ákvað að taka lagið Ain't No Sunshine og spilaði með á gítar. Hann virtist þó ekki alveg nógu ánægður með flutninginn og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hann söng fyrir framan einhvern með gítar. Dómararnir hvöttu hann þá til að taka annað lag og varð Fly Me to the Moon fyrir valinu. Birgitta Haukdal tók vel í flutninginn og sagði Jón brjálæðislega sjarmerandi. „Ég er bara mjög skotin í þér,“ sagði Birgitta og skaut Jón inn að Páll Óskar hafi sagt hið sama við föður hans á sínum tíma. Skiptar skoðanir voru aftur á móti meðal hinna dómaranna. „Mér fannst þetta bara fínt,“ sagði Herra Hnetusmjör. „Ég hef gaman að þér en þú ert ekki besti söngvari sem ég hef heyrt í,“ sagði Bríet en bætti þó við að hún vildi heyra meira. „Ég er til í að gefa þér meiri tíma þangað til að þú stekkur fram,“ sagði Daníel Ágúst sem sagði að lokum nei. Hinir dómararnir sögðu aftur á móti já og komst Jón áfram og fagnaði með því að hringja í pabba sinn sem var líkt og við var að búast gríðarlega stoltur. Idol Tónlist Tengdar fréttir Ninja minntist móður sinnar sem lést þegar hún var sjö ára Annar þátturinn af Idol á Stöð 2 fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og var haldið áfram að fylgjast með keppendum í fyrstu áheyrnaprufu. 5. desember 2022 10:30 Heillaði dómnefndina með frumsömdu lagi: Missti foreldra sína og var ættleiddur sjö ára gamall Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn. 3. desember 2022 10:52 Dómnefndin tvístígandi en Ezzi komst samt áfram Fyrsti þátturinn af Idol fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og sáum áhorfendur þá fjölmargar frábærar fyrstu áheyrnaprufu hjá keppendum. 28. nóvember 2022 10:31 Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00 Idol hefst í kvöld: Hver mun feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu, Snorra og Hröfnu? Biðin er á enda því leitin að næstu Idolstjörnu Íslands hefst í kvöld. Þrettán ár eru liðin síðan Idol var haldið síðast á Íslandi. Það er því komin upp splunkuný kynslóð af hæfileikaríkum keppendum sem við fáum að kynnast í kvöld. 25. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Jón Emil er frá Grindavík og hefur verið að syngja frá því hann man eftir sér. Aðspurður um af hverju hann ákvað að taka þátt sagði hann fjölskylduna hafa pínt hann í það. Feðgarnir saman á góðri stundu. Stöð 2 „En samt ekki, af því að pabbi minn náttúrulega vann þetta,“ sagði Jón við dómarana sem voru hissa en tóku þá eftir því hvað þeir væru líkir. „Ég varð bara að fara í þetta, þau sögðu að þetta voru örlög mín.“ Með Jóni í för voru amma hans og afi, sem að sögn Jóns ólu hann upp frá ungum aldri. Hann kvaðst spenntur fyrir því að feta í fótspor föðurs síns. „Ég lít upp til hans. Þegar ég var lítill var ég alltaf að horfa á einhver gömul vídeó af honum og syngja með og svoleiðis. Pabbi fékk alveg gæsahúð þegar hann frétti að ég væri að fara í Idol, hann var mjög spenntur,“ sagði Jón. Kalli Bjarni gaf syni sínum góð ráð fyrir prufuna. „Rétt áður en þú byrjar [andaðu] inn um nefið og út um munninn. Og manstu, reset tempo þannig þú farir ekki af hratt. En vertu bara þú sjálfur og láttu geisla af þér,“ sagði hann. Jón ákvað að taka lagið Ain't No Sunshine og spilaði með á gítar. Hann virtist þó ekki alveg nógu ánægður með flutninginn og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hann söng fyrir framan einhvern með gítar. Dómararnir hvöttu hann þá til að taka annað lag og varð Fly Me to the Moon fyrir valinu. Birgitta Haukdal tók vel í flutninginn og sagði Jón brjálæðislega sjarmerandi. „Ég er bara mjög skotin í þér,“ sagði Birgitta og skaut Jón inn að Páll Óskar hafi sagt hið sama við föður hans á sínum tíma. Skiptar skoðanir voru aftur á móti meðal hinna dómaranna. „Mér fannst þetta bara fínt,“ sagði Herra Hnetusmjör. „Ég hef gaman að þér en þú ert ekki besti söngvari sem ég hef heyrt í,“ sagði Bríet en bætti þó við að hún vildi heyra meira. „Ég er til í að gefa þér meiri tíma þangað til að þú stekkur fram,“ sagði Daníel Ágúst sem sagði að lokum nei. Hinir dómararnir sögðu aftur á móti já og komst Jón áfram og fagnaði með því að hringja í pabba sinn sem var líkt og við var að búast gríðarlega stoltur.
Idol Tónlist Tengdar fréttir Ninja minntist móður sinnar sem lést þegar hún var sjö ára Annar þátturinn af Idol á Stöð 2 fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og var haldið áfram að fylgjast með keppendum í fyrstu áheyrnaprufu. 5. desember 2022 10:30 Heillaði dómnefndina með frumsömdu lagi: Missti foreldra sína og var ættleiddur sjö ára gamall Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn. 3. desember 2022 10:52 Dómnefndin tvístígandi en Ezzi komst samt áfram Fyrsti þátturinn af Idol fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og sáum áhorfendur þá fjölmargar frábærar fyrstu áheyrnaprufu hjá keppendum. 28. nóvember 2022 10:31 Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00 Idol hefst í kvöld: Hver mun feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu, Snorra og Hröfnu? Biðin er á enda því leitin að næstu Idolstjörnu Íslands hefst í kvöld. Þrettán ár eru liðin síðan Idol var haldið síðast á Íslandi. Það er því komin upp splunkuný kynslóð af hæfileikaríkum keppendum sem við fáum að kynnast í kvöld. 25. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Ninja minntist móður sinnar sem lést þegar hún var sjö ára Annar þátturinn af Idol á Stöð 2 fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og var haldið áfram að fylgjast með keppendum í fyrstu áheyrnaprufu. 5. desember 2022 10:30
Heillaði dómnefndina með frumsömdu lagi: Missti foreldra sína og var ættleiddur sjö ára gamall Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn. 3. desember 2022 10:52
Dómnefndin tvístígandi en Ezzi komst samt áfram Fyrsti þátturinn af Idol fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og sáum áhorfendur þá fjölmargar frábærar fyrstu áheyrnaprufu hjá keppendum. 28. nóvember 2022 10:31
Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00
Idol hefst í kvöld: Hver mun feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu, Snorra og Hröfnu? Biðin er á enda því leitin að næstu Idolstjörnu Íslands hefst í kvöld. Þrettán ár eru liðin síðan Idol var haldið síðast á Íslandi. Það er því komin upp splunkuný kynslóð af hæfileikaríkum keppendum sem við fáum að kynnast í kvöld. 25. nóvember 2022 09:01