Bróðir blaðamannsins sem lést í Katar telur að hann hafi verið myrtur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 11:01 Grant Wahl var meðal þeirra sem var heiðraður fyrir HM þar sem hann hafði fjallað um 8 eða fleiri heimsmeistaramót á ferli sínum sem blaðamaður. Brendan Moran/FIFA Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Grant Wahl lést í gær 48 ára að aldri. Hann var í Katar að fjalla um HM í fótbolta og hneig niður í leik Argentínu og Hollands. Bróðir hans, Erik Wahl, segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur. Grant Wahl komst í heimsfréttirnar þegar hann mætti á leik Bandaríkjanna og Wales í riðlakeppni HM í regnbogabol. Honum var meinað aðgengi að vellinum og sagt að hann mætti ekki klæðast bol með regnboga á. Hann var í kjölfarið í haldi lögreglu í tæpan hálftíma sem og síminn hans var tekinn af honum. Free to read: What happened when Qatar World Cup security detained me for 25 minutes for wearing a t-shirt supporting LGBTQ rights, forcibly took my phone and angrily demanded that I remove my t-shirt to enter the stadium. (I refused.) Story: https://t.co/JKpXXETDkH pic.twitter.com/HEjr0xzxU5— Subscribe to GrantWahl.com (@GrantWahl) November 21, 2022 Á fimmtudag, degi áður en hann hneig niður, þá hafði Wahl birt frétt þess efnis að stjórnarmönnum í Katar væri hreinlega alveg sama þó verkafólk þar í landi væri að láta lífið vegna HM. NEW: World Cup Daily, Day 25. They just don't care. Qatari World Cup organizers don't even hide their apathy over migrant worker deaths, including the most recent one.https://t.co/WEKoMdSm3J— Subscribe to GrantWahl.com (@GrantWahl) December 8, 2022 Grant var virkur á Twitter yfir leik Argentínu og Hollands. Setti hann inn ýmsar færslur um leikinn þangað til hann hneig niður og lést þegar leikurinn var kominn í framlengingu. Grant hafði verið að glíma við lungnabólgu í rúma viku en bróðir hans, Erik Wahl, trúir hreinlega ekki að hún hafi dregið bróðir sinn til dauða. Erik, sem er samkynhneigður og segist vera ástæðan fyrir því að Grant mætti í regnbogabolnum, er viss um að bróðir sinn hafi verið myrtur. Hann segir í tilfinningaþrungnu myndbandi á samfélagsmiðlum að Grant hafi fengið morðhótanir eftir atvikið. Absolutely bone chilling stuff Soccer journalist Grant Wahl who was kicked out of a stadium in QATAR for this shirt has reportedly collapsed and passed away during the Argentina game todayHis brother says on Instagram that Grant was fully healthy & believes there s foul play pic.twitter.com/t47C2XfuVl— JACK SETTLEMAN (@jacksettleman) December 10, 2022 „Ég heiti Erik Wahl. Ég bý í Seattle, Washington og er bróðir Grants Wahl. Ég er samkynhneigður, ég er ástæðan fyrir því að hann var í regnbogabolnum á HM. Bróðir minn var heilsuhraustur og hann sagði mér að hann hefði fengið morðhótanir. Ég trúi ekki að bróðir minn hafi bara dáið, ég trúi að hann hafi verið myrtur og bið bara um einhverja hjálp.“ Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu en Grant var úrskurðaður látinn við komuna á Hamad General-spítalann. Fótbolti HM 2022 í Katar Andlát Tengdar fréttir Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10. desember 2022 08:11 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira
Grant Wahl komst í heimsfréttirnar þegar hann mætti á leik Bandaríkjanna og Wales í riðlakeppni HM í regnbogabol. Honum var meinað aðgengi að vellinum og sagt að hann mætti ekki klæðast bol með regnboga á. Hann var í kjölfarið í haldi lögreglu í tæpan hálftíma sem og síminn hans var tekinn af honum. Free to read: What happened when Qatar World Cup security detained me for 25 minutes for wearing a t-shirt supporting LGBTQ rights, forcibly took my phone and angrily demanded that I remove my t-shirt to enter the stadium. (I refused.) Story: https://t.co/JKpXXETDkH pic.twitter.com/HEjr0xzxU5— Subscribe to GrantWahl.com (@GrantWahl) November 21, 2022 Á fimmtudag, degi áður en hann hneig niður, þá hafði Wahl birt frétt þess efnis að stjórnarmönnum í Katar væri hreinlega alveg sama þó verkafólk þar í landi væri að láta lífið vegna HM. NEW: World Cup Daily, Day 25. They just don't care. Qatari World Cup organizers don't even hide their apathy over migrant worker deaths, including the most recent one.https://t.co/WEKoMdSm3J— Subscribe to GrantWahl.com (@GrantWahl) December 8, 2022 Grant var virkur á Twitter yfir leik Argentínu og Hollands. Setti hann inn ýmsar færslur um leikinn þangað til hann hneig niður og lést þegar leikurinn var kominn í framlengingu. Grant hafði verið að glíma við lungnabólgu í rúma viku en bróðir hans, Erik Wahl, trúir hreinlega ekki að hún hafi dregið bróðir sinn til dauða. Erik, sem er samkynhneigður og segist vera ástæðan fyrir því að Grant mætti í regnbogabolnum, er viss um að bróðir sinn hafi verið myrtur. Hann segir í tilfinningaþrungnu myndbandi á samfélagsmiðlum að Grant hafi fengið morðhótanir eftir atvikið. Absolutely bone chilling stuff Soccer journalist Grant Wahl who was kicked out of a stadium in QATAR for this shirt has reportedly collapsed and passed away during the Argentina game todayHis brother says on Instagram that Grant was fully healthy & believes there s foul play pic.twitter.com/t47C2XfuVl— JACK SETTLEMAN (@jacksettleman) December 10, 2022 „Ég heiti Erik Wahl. Ég bý í Seattle, Washington og er bróðir Grants Wahl. Ég er samkynhneigður, ég er ástæðan fyrir því að hann var í regnbogabolnum á HM. Bróðir minn var heilsuhraustur og hann sagði mér að hann hefði fengið morðhótanir. Ég trúi ekki að bróðir minn hafi bara dáið, ég trúi að hann hafi verið myrtur og bið bara um einhverja hjálp.“ Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu en Grant var úrskurðaður látinn við komuna á Hamad General-spítalann.
Fótbolti HM 2022 í Katar Andlát Tengdar fréttir Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10. desember 2022 08:11 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira
Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10. desember 2022 08:11