Messi lét Van Gaal heyra það og segir Maradona fylgjast með frá himnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 09:30 Maradona og Messi. Sky Sports Argentína komst í undanúrslit á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar eftir að sigra Holland í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi lét Louis Van Gaal, þjálfara Hollands, fá það óþvegið eftir leik. Þá nýtti markvörðurinn Emi Martinez tækifærið og lét dómarann heyra það sem og Van Gaal. Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti