Messi lét Van Gaal heyra það og segir Maradona fylgjast með frá himnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 09:30 Maradona og Messi. Sky Sports Argentína komst í undanúrslit á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar eftir að sigra Holland í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi lét Louis Van Gaal, þjálfara Hollands, fá það óþvegið eftir leik. Þá nýtti markvörðurinn Emi Martinez tækifærið og lét dómarann heyra það sem og Van Gaal. Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira