Messi lét Van Gaal heyra það og segir Maradona fylgjast með frá himnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 09:30 Maradona og Messi. Sky Sports Argentína komst í undanúrslit á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar eftir að sigra Holland í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi lét Louis Van Gaal, þjálfara Hollands, fá það óþvegið eftir leik. Þá nýtti markvörðurinn Emi Martinez tækifærið og lét dómarann heyra það sem og Van Gaal. Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira