„Látið Cristiano Ronaldo í friði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 14:01 Cristiano Ronaldo þakkar fyrir sendingu í síðasta leik Portúgala. AP/Natacha Pisarenko Landsliðsþjálfari Portúgala segir að það sé kominn tími á það að leyfa Cristiano Ronaldo að fá að vera í friði. Fernando Santos var alveg búinn að fá nóg af Ronaldo spurningum á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leikinn í átta liða úrslitum á HM á móti Marokkó. Fernando Santos wants everyone to leave Cristiano Ronaldo alone pic.twitter.com/VS26VF3EF6— ESPN FC (@ESPNFC) December 9, 2022 Ronaldo er andlit landsliðs Portúgals og þá skiptir litlu þótt að hann sé í byrjunarliðinu eða á bekknum. Allt í kringum þennan frábæra leikmann er frétt enda lokaspretturinn hjá einum besta knattspyrnumanni allra tíma. Santos fór vel yfir það hvað fór á milli hans og fyrirliðans í aðdraganda þess að Ronaldo þurfti að dúsa á bekknum á móti Sviss í sextán liða úrslitunum. „Ég talaði við hann eftir hádegismat á leikdegi þar sem ég bauð honum á skrifstofuna mína,“ sagði Fernando Santos „Að sjálfsögðu var Ronaldo ekki ánægður með þetta enda hefur hann alltaf verið byrjunarliðsmaður,“ sagði Santos. „Hann sagði mér: Heldur þú virkilega að þetta sé góð hugmynd? Við áttu eðlilegt samtal þar sem ég útskýrði fyrir honum mínar ástæður og auðvitað sætti hann sig við þær. Við áttum hreinskilið og venjulegt samtal,“ sagði Santos. Fernando Santos has revealed Cristiano Ronaldo asked him whether it was really a good idea to drop him for Portugal s game against Switzerland. pic.twitter.com/esBINvk5PR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 9, 2022 „Hann sagði aldrei við mig að hann vildi hætta í landsliðinu og nú er komið til að við hættum að ræða þetta,“ sagði Santos. „Hann ákvað að hita upp með liðsfélögunum og fagnaði öllum mörkunum sem við skoruðum. Í lokin var það hann sem bað liðsfélaga sína um að þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn,“ sagði Santos. „Það er kominn tíminn að þið látið Cristiano Ronaldo í friði. Á hverjum blaðamannafundi eru níutíu prósent spurninganna um Cristiano Ronaldo,“ sagði Santos. „Látið Cristiano Ronaldo í friði. Hann á þetta ekki skilið eftir allt sem hann hefur gert fyrir portúgalskan fótbolta,“ sagði Santos. Portúgal vann 6-1 sigur á Sviss þar sem Goncalo Ramos, sem kom inn í liðið fyrir Ronaldo, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. HM 2022 í Katar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Fernando Santos var alveg búinn að fá nóg af Ronaldo spurningum á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leikinn í átta liða úrslitum á HM á móti Marokkó. Fernando Santos wants everyone to leave Cristiano Ronaldo alone pic.twitter.com/VS26VF3EF6— ESPN FC (@ESPNFC) December 9, 2022 Ronaldo er andlit landsliðs Portúgals og þá skiptir litlu þótt að hann sé í byrjunarliðinu eða á bekknum. Allt í kringum þennan frábæra leikmann er frétt enda lokaspretturinn hjá einum besta knattspyrnumanni allra tíma. Santos fór vel yfir það hvað fór á milli hans og fyrirliðans í aðdraganda þess að Ronaldo þurfti að dúsa á bekknum á móti Sviss í sextán liða úrslitunum. „Ég talaði við hann eftir hádegismat á leikdegi þar sem ég bauð honum á skrifstofuna mína,“ sagði Fernando Santos „Að sjálfsögðu var Ronaldo ekki ánægður með þetta enda hefur hann alltaf verið byrjunarliðsmaður,“ sagði Santos. „Hann sagði mér: Heldur þú virkilega að þetta sé góð hugmynd? Við áttu eðlilegt samtal þar sem ég útskýrði fyrir honum mínar ástæður og auðvitað sætti hann sig við þær. Við áttum hreinskilið og venjulegt samtal,“ sagði Santos. Fernando Santos has revealed Cristiano Ronaldo asked him whether it was really a good idea to drop him for Portugal s game against Switzerland. pic.twitter.com/esBINvk5PR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 9, 2022 „Hann sagði aldrei við mig að hann vildi hætta í landsliðinu og nú er komið til að við hættum að ræða þetta,“ sagði Santos. „Hann ákvað að hita upp með liðsfélögunum og fagnaði öllum mörkunum sem við skoruðum. Í lokin var það hann sem bað liðsfélaga sína um að þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn,“ sagði Santos. „Það er kominn tíminn að þið látið Cristiano Ronaldo í friði. Á hverjum blaðamannafundi eru níutíu prósent spurninganna um Cristiano Ronaldo,“ sagði Santos. „Látið Cristiano Ronaldo í friði. Hann á þetta ekki skilið eftir allt sem hann hefur gert fyrir portúgalskan fótbolta,“ sagði Santos. Portúgal vann 6-1 sigur á Sviss þar sem Goncalo Ramos, sem kom inn í liðið fyrir Ronaldo, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt.
HM 2022 í Katar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira