„Látið Cristiano Ronaldo í friði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 14:01 Cristiano Ronaldo þakkar fyrir sendingu í síðasta leik Portúgala. AP/Natacha Pisarenko Landsliðsþjálfari Portúgala segir að það sé kominn tími á það að leyfa Cristiano Ronaldo að fá að vera í friði. Fernando Santos var alveg búinn að fá nóg af Ronaldo spurningum á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leikinn í átta liða úrslitum á HM á móti Marokkó. Fernando Santos wants everyone to leave Cristiano Ronaldo alone pic.twitter.com/VS26VF3EF6— ESPN FC (@ESPNFC) December 9, 2022 Ronaldo er andlit landsliðs Portúgals og þá skiptir litlu þótt að hann sé í byrjunarliðinu eða á bekknum. Allt í kringum þennan frábæra leikmann er frétt enda lokaspretturinn hjá einum besta knattspyrnumanni allra tíma. Santos fór vel yfir það hvað fór á milli hans og fyrirliðans í aðdraganda þess að Ronaldo þurfti að dúsa á bekknum á móti Sviss í sextán liða úrslitunum. „Ég talaði við hann eftir hádegismat á leikdegi þar sem ég bauð honum á skrifstofuna mína,“ sagði Fernando Santos „Að sjálfsögðu var Ronaldo ekki ánægður með þetta enda hefur hann alltaf verið byrjunarliðsmaður,“ sagði Santos. „Hann sagði mér: Heldur þú virkilega að þetta sé góð hugmynd? Við áttu eðlilegt samtal þar sem ég útskýrði fyrir honum mínar ástæður og auðvitað sætti hann sig við þær. Við áttum hreinskilið og venjulegt samtal,“ sagði Santos. Fernando Santos has revealed Cristiano Ronaldo asked him whether it was really a good idea to drop him for Portugal s game against Switzerland. pic.twitter.com/esBINvk5PR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 9, 2022 „Hann sagði aldrei við mig að hann vildi hætta í landsliðinu og nú er komið til að við hættum að ræða þetta,“ sagði Santos. „Hann ákvað að hita upp með liðsfélögunum og fagnaði öllum mörkunum sem við skoruðum. Í lokin var það hann sem bað liðsfélaga sína um að þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn,“ sagði Santos. „Það er kominn tíminn að þið látið Cristiano Ronaldo í friði. Á hverjum blaðamannafundi eru níutíu prósent spurninganna um Cristiano Ronaldo,“ sagði Santos. „Látið Cristiano Ronaldo í friði. Hann á þetta ekki skilið eftir allt sem hann hefur gert fyrir portúgalskan fótbolta,“ sagði Santos. Portúgal vann 6-1 sigur á Sviss þar sem Goncalo Ramos, sem kom inn í liðið fyrir Ronaldo, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
Fernando Santos var alveg búinn að fá nóg af Ronaldo spurningum á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leikinn í átta liða úrslitum á HM á móti Marokkó. Fernando Santos wants everyone to leave Cristiano Ronaldo alone pic.twitter.com/VS26VF3EF6— ESPN FC (@ESPNFC) December 9, 2022 Ronaldo er andlit landsliðs Portúgals og þá skiptir litlu þótt að hann sé í byrjunarliðinu eða á bekknum. Allt í kringum þennan frábæra leikmann er frétt enda lokaspretturinn hjá einum besta knattspyrnumanni allra tíma. Santos fór vel yfir það hvað fór á milli hans og fyrirliðans í aðdraganda þess að Ronaldo þurfti að dúsa á bekknum á móti Sviss í sextán liða úrslitunum. „Ég talaði við hann eftir hádegismat á leikdegi þar sem ég bauð honum á skrifstofuna mína,“ sagði Fernando Santos „Að sjálfsögðu var Ronaldo ekki ánægður með þetta enda hefur hann alltaf verið byrjunarliðsmaður,“ sagði Santos. „Hann sagði mér: Heldur þú virkilega að þetta sé góð hugmynd? Við áttu eðlilegt samtal þar sem ég útskýrði fyrir honum mínar ástæður og auðvitað sætti hann sig við þær. Við áttum hreinskilið og venjulegt samtal,“ sagði Santos. Fernando Santos has revealed Cristiano Ronaldo asked him whether it was really a good idea to drop him for Portugal s game against Switzerland. pic.twitter.com/esBINvk5PR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 9, 2022 „Hann sagði aldrei við mig að hann vildi hætta í landsliðinu og nú er komið til að við hættum að ræða þetta,“ sagði Santos. „Hann ákvað að hita upp með liðsfélögunum og fagnaði öllum mörkunum sem við skoruðum. Í lokin var það hann sem bað liðsfélaga sína um að þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn,“ sagði Santos. „Það er kominn tíminn að þið látið Cristiano Ronaldo í friði. Á hverjum blaðamannafundi eru níutíu prósent spurninganna um Cristiano Ronaldo,“ sagði Santos. „Látið Cristiano Ronaldo í friði. Hann á þetta ekki skilið eftir allt sem hann hefur gert fyrir portúgalskan fótbolta,“ sagði Santos. Portúgal vann 6-1 sigur á Sviss þar sem Goncalo Ramos, sem kom inn í liðið fyrir Ronaldo, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira