Fótbolti

Sögu­línurnar sem eru undir hjá þjóðunum sem eru enn á lífi á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
32 þjóðir hófu keppni á HM í Katar en nú eiga bara átta þjóðir enn möguleika á að lyfta HM bikarnum.
32 þjóðir hófu keppni á HM í Katar en nú eiga bara átta þjóðir enn möguleika á að lyfta HM bikarnum. Getty/Ryan Pierse

Átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar hefjast í dag en átta þjóðir geta enn orðið heimsmeistarar.

Það eru auðvitað margar áhugaverður sögulínur í boði fyrir þessi átta öflugu lið sem eru komin svo langt í keppninni.

Heimsmeistaramótið er auðvitað bara á fjögurra ára fresti og það þarf bæði mikið til að topp á þeim tíma sem og að halda sér við toppinn með bestu fótboltalandsliða heims.

 Margir leikmenn spila allan feril sinn án þess að komast í þá stöðu sem leikmenn þessara átta þjóða eru í á stærsta sviði fótboltans.

Hér fyrir neðan má sjá sögulínur, eina fyrir hverja þjóð, sem eru undir hjá þjóðunum sem mætast í leikjunum fjórum í dag og á morgun.

Hér má síðan sjá þýðingu á þessum átta sögulínum.

Marokkó getur orðið fyrsta Afríkuþjóðin til að verða heimsmeistari í knattspyrnu.

Messi og Ronaldo þurfa báðir heimsmeistaratitil í baráttunni um hvers sé sá besti í sögunni.

Fótboltinn kemur loksins heim til Englands eftir 56 ára bið.

Frakkland verður fyrsta þjóðin í sextíu ár til að vinna tvo heimsmeistaratitla í röð.

Neymar færi Brasilíumönnum sjöttu stjörnuna.

Modric endar landsliðsferilinn með stæl.

Hollandi verður heimsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa tapað þremur úrslitaleikjum í gegnum tíðina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.