Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Engar skýringar hafa borist frá framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags um ástæðu mikillar hækkunar á leiguverði. Þingmaður Flokks fólksins kallar eftir neyðarlögum og fjármálaráðherra segir hækkanir leigufélagsins óforsvaranlegar.

Við fjöllum nánar um viðkvæma stöðu margra á leigumarkaði í kvöldfréttum og verðum í beinni frá Alþingi þar sem við ræðum við formann Samfylkingarinnar um málið.

Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal fá ekki að skrá lögheimili sín þar og eru samkvæmt kerfinu heimilislaus. Við ræðum við fólkið sem býr þar og kallar eftir langtímalausnum fyrir þá sem kjósa þessa búsetu.

Nýbygging sem stendur til að reisa á bak við stjórnarráðið er sögð ógna æðstu stjórn landsins. Við kynnum okkur þetta sérstaka mál í kvöldfréttum, ræðum svo við sérfræðing um bestu leiðina til þess að skafa bílrúður auk þess sem við verðum í beinni frá Jólahúsinu á Akureyri – þar sem allir eru skiljanlega komnir í sérstaklega mikinn jólagír.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í beinni í spilaranum hér að ofan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.