Þjónusta við gesti Vinjar, Stígs og Traðar verði tryggð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 17:13 Vin á Hverfisgötu 47 hefur verið athvarf fólks með geðrænan vanda um árabil. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur staðið til að leggja niður starfsemi dagsetursins Vinjar, og unglingasmiðjanna Stígs og Traðar fyrr en búið er að tryggja aðrar útfærslur á þeirri þjónustu sem veitt er. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fram kemur að unnið verði að umbreytingu þjónustunnar í samráði við fagfólk og hagaðila. Greint var því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni en borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudagskvöld fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samþykkt hefði verið að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér síðdegis í dag kemur fram að fjallað sé um breytingar á Vin, Stíg, og Tröð í stórum pakka af hagræðinga- og umbótatillögum sem samþykktar voru í borgarstjórn á þriðjudag og er það hluti af þeim tillögum sem nú fara til frekari vinnslu og útfærslu í fagráði, í þessu tilfelli velferðarráði. Meðal þess sem skoðað verður er hvort hægt verði að útvíkka þjónustuna og ná til fleiri notenda, og hvort hægt verði að sameina annarri þjónustu. „Reykjavíkurborg leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á lífsgæðum þess hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08 Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fram kemur að unnið verði að umbreytingu þjónustunnar í samráði við fagfólk og hagaðila. Greint var því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni en borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudagskvöld fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samþykkt hefði verið að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér síðdegis í dag kemur fram að fjallað sé um breytingar á Vin, Stíg, og Tröð í stórum pakka af hagræðinga- og umbótatillögum sem samþykktar voru í borgarstjórn á þriðjudag og er það hluti af þeim tillögum sem nú fara til frekari vinnslu og útfærslu í fagráði, í þessu tilfelli velferðarráði. Meðal þess sem skoðað verður er hvort hægt verði að útvíkka þjónustuna og ná til fleiri notenda, og hvort hægt verði að sameina annarri þjónustu. „Reykjavíkurborg leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á lífsgæðum þess hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08 Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08
Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30