Innlent

Vöru­bíll og fólks­bíll lentu í á­rekstri undir Akra­fjalli

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bílstjórar beggja ökutækja voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar. 
Bílstjórar beggja ökutækja voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar.  Vísir/Vilhelm

Árekstur varð undir Akrafjalli klukkan tæplega fjögur í dag. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi og búið er að opna veginn á ný. 

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að einn hafi verið í hvorum bíl en báðir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Hann gat ekki veitt frekari upplýsingar um líðan þeirra.

Um var að ræða vörubíl og fólksbíl sem voru að koma úr gagnstæðri átt og lentu saman. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.