Enrique hættir með Spánverja Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 12:00 Enrique segir adios. Denis Doyle/Getty Images Luis Enrique hefur sagt af sér sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta eftir slakan árangur liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Katar. Enrique hefur verið þjálfari liðsins frá 2018, þó með rúmlega hálfs árs pásu árið 2019 vegna andláts níu ára dóttur hans. Hann stýrði liðinu á EM í fyrra þar sem Spánn féll úr keppni í undanúrslitum eftir tap fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Ítalía varð síðan Evrópumeistari í kjölfarið. Spánverjar hófu HM af krafti og unnu 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti þar sem jafntefli við Þýskaland og tap fyrir Japan fylgdu í kjölfarið. OFICIAL | La @RFEF agradece a @LUISENRIQUE21 su trabajo al frente de la @SEFutbol https://t.co/6Cib6cpJ1l#GraciasLuisEnrique pic.twitter.com/wkAIMu2utd— RFEF (@rfef) December 8, 2022 Liðið komst þrátt fyrir það áfram í 16-liða úrslit en tapaði 3-0 í vítaspyrnukeppni fyrir Marokkó eftir markalaust jafntefli liðanna á þriðjudaginn var. Enrique hefur vegna þeirra vonbrigða sagt starfi sínu lausu. Hann þjálfaði áður Celta Vigo og Barcelona í heimalandinu auk Roma á Ítalíu. Hann vann þrennuna sem stjóri Barcelona árið 2015, deild, bikar og Meistaradeild, en vann annan spænskan meistaratitil með liðinu að auki og tvo bikartitla til viðbótar á þremur leiktíðum við stjórnvölin. Hann hætti með Barcelona árið 2017 og tók við spænska landsliðinu ári síðar. HM 2022 í Katar Spænski boltinn Tengdar fréttir Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01 Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Enrique hefur verið þjálfari liðsins frá 2018, þó með rúmlega hálfs árs pásu árið 2019 vegna andláts níu ára dóttur hans. Hann stýrði liðinu á EM í fyrra þar sem Spánn féll úr keppni í undanúrslitum eftir tap fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Ítalía varð síðan Evrópumeistari í kjölfarið. Spánverjar hófu HM af krafti og unnu 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti þar sem jafntefli við Þýskaland og tap fyrir Japan fylgdu í kjölfarið. OFICIAL | La @RFEF agradece a @LUISENRIQUE21 su trabajo al frente de la @SEFutbol https://t.co/6Cib6cpJ1l#GraciasLuisEnrique pic.twitter.com/wkAIMu2utd— RFEF (@rfef) December 8, 2022 Liðið komst þrátt fyrir það áfram í 16-liða úrslit en tapaði 3-0 í vítaspyrnukeppni fyrir Marokkó eftir markalaust jafntefli liðanna á þriðjudaginn var. Enrique hefur vegna þeirra vonbrigða sagt starfi sínu lausu. Hann þjálfaði áður Celta Vigo og Barcelona í heimalandinu auk Roma á Ítalíu. Hann vann þrennuna sem stjóri Barcelona árið 2015, deild, bikar og Meistaradeild, en vann annan spænskan meistaratitil með liðinu að auki og tvo bikartitla til viðbótar á þremur leiktíðum við stjórnvölin. Hann hætti með Barcelona árið 2017 og tók við spænska landsliðinu ári síðar.
HM 2022 í Katar Spænski boltinn Tengdar fréttir Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01 Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01
Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01