Fótbolti

Fengu UFC bardagastjörnurnar til að velja á milli fótboltakappa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Bardagastjörnurnar voru ekki í vafa um hvor væri betri.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Bardagastjörnurnar voru ekki í vafa um hvor væri betri. Getty/Harold Cunningham

Hvor þeirra er betri? Fótboltaáhugafólk er oft fengið til að velja á milli tveggja öflugra fótboltamanna en hvað finnst bardagaköppum í UFC?

Englendingurinn Paddy Pimblett, Pólverjinn Jan Blachowicz og Englendingurinn Darren Till eru allir að fara að berjast á UFC 282 bardagakvöldinu í T-Mobile Arena í Las Vegas í Nevada fylki um komandi helgi.

Blachowicz keppir við Magomed Ankalaev um titilbardaga í léttþungavigtinni, Paddy ‘The Baddy’ Pimblett mætir Jared Gordon og Darren Till glímir við Dricus du Plessis.

Útsendari ESPN fékk Pimblett, Blachowicz og Till til að velja á milli nokkurra fótboltakappa og útkoman er athyglisverð.

Þeir völdu auðvitað fyrst á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og enduðu á að velja á milli goðsagnanna Diego Maradona og Pele. Þeir fengu líka það verkefni að segja hvor væri betri, Karim Benzema eða Robert Lewandowski, Kylian Mbappé eða Erling Braut Haaland og Kevin De Bruyne eða Luka Modric.

Allt eru þetta frábærir fótboltamenn sem gera báðir tilkall til að fá valið. Útkomuna má sjá hér fyrir neðan en þeir voru bara sammála um tvö einvígi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.