Björk um ömmuhlutverkið: „Alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 23:55 Björk Guðmundsdóttir ætlar á tónleikaferðlag um Bretland í apríl á næsta ári. Getty Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var í viðtali hjá breska miðlinum The Times nú á dögunum og ræddi þar um tónlistarferilinn, móðurhlutverkið og ömmuhlutverkið. „Ég hef alltaf verið umkringd börnum,“ segir Björk sem á sex yngri hálfsystkini. Hún á tvö börn, þau Sindra Eldon, 37 ára og Ísadóru Bjarkardóttur Barney sem er tvítug en í janúar 2019 eignaðist Sindri sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni Morgan Johnson. Í samtali við The Times segir Björk segir ömmuhlutverkið hafa bætt miklu við líf sitt. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu stórkostlegt þetta er, bónuspartur við lífið sem fólk talar eiginlega ekki mikið um. Þetta er alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn.“ Börnin hennar tvö, Sindri og Ísadóra syngja bakraddir á nýjustu plötu Bjarkar, Fossora sem kom út fyrr á árinu. Aðdragandinn að því var sá að þau þrjú eyddu miklum tíma saman á meðan Covid-faraldurinn var í gangi. „Ég varði miklu meiri tíma með krökkunum mínum heldur en venjulega. Þau voru hluti af þessu, þannig að það hefði verið skrítið að sleppa þeim.“ segir Björk. Sótti meðferð hjá sálfræðingi Þá ræðir hún einnig upplifun sína af því þegar börnin hennar uxu úr grasi og flugu úr hreiðrinu. „Eina stundina þurfa þau ekkert á þér að halda og horfa á þig og ranghvolfa augunum og tveimur dögum seinna þurfa þau hjálp við að fylla út skattframtalið sitt.“ Björk kemur einnig inn á erfiða tíma í lífi sínu, þar á meðal skilnað sinn við listamanninn Matthew Barney. Björk segist hafa sótt meðferð hjá sálfræðingi til að takast á við álagið sem því fylgdi og reyndist það mikið gæfuspor. „Þetta er frábært verkfæri til að grípa í og ég er mjög hrifin af því. Það hafa vissulega verið tímapunktar í mínu lífi þar sem ég hef þurft meira á því að halda en aðrir, til dæmis þegar foreldrar mínir skildu, og svo bara almennt út af hinu og þessu. Síðan varð þetta bara stöðugur, fastur hluti af tilverunni.“ Björk Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. 7. desember 2022 11:30 Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið umkringd börnum,“ segir Björk sem á sex yngri hálfsystkini. Hún á tvö börn, þau Sindra Eldon, 37 ára og Ísadóru Bjarkardóttur Barney sem er tvítug en í janúar 2019 eignaðist Sindri sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni Morgan Johnson. Í samtali við The Times segir Björk segir ömmuhlutverkið hafa bætt miklu við líf sitt. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu stórkostlegt þetta er, bónuspartur við lífið sem fólk talar eiginlega ekki mikið um. Þetta er alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn.“ Börnin hennar tvö, Sindri og Ísadóra syngja bakraddir á nýjustu plötu Bjarkar, Fossora sem kom út fyrr á árinu. Aðdragandinn að því var sá að þau þrjú eyddu miklum tíma saman á meðan Covid-faraldurinn var í gangi. „Ég varði miklu meiri tíma með krökkunum mínum heldur en venjulega. Þau voru hluti af þessu, þannig að það hefði verið skrítið að sleppa þeim.“ segir Björk. Sótti meðferð hjá sálfræðingi Þá ræðir hún einnig upplifun sína af því þegar börnin hennar uxu úr grasi og flugu úr hreiðrinu. „Eina stundina þurfa þau ekkert á þér að halda og horfa á þig og ranghvolfa augunum og tveimur dögum seinna þurfa þau hjálp við að fylla út skattframtalið sitt.“ Björk kemur einnig inn á erfiða tíma í lífi sínu, þar á meðal skilnað sinn við listamanninn Matthew Barney. Björk segist hafa sótt meðferð hjá sálfræðingi til að takast á við álagið sem því fylgdi og reyndist það mikið gæfuspor. „Þetta er frábært verkfæri til að grípa í og ég er mjög hrifin af því. Það hafa vissulega verið tímapunktar í mínu lífi þar sem ég hef þurft meira á því að halda en aðrir, til dæmis þegar foreldrar mínir skildu, og svo bara almennt út af hinu og þessu. Síðan varð þetta bara stöðugur, fastur hluti af tilverunni.“
Björk Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. 7. desember 2022 11:30 Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. 7. desember 2022 11:30
Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00