Komin eru 20 ár síðan Brasilía varð síðast heimsmeistari en ef marka má útreikninga Gracenote þarf brasilíska þjóðin ekki að bíða mikið lengur. Sem stendur eru 25 prósent líkur á að Brasilía verði heimsmeistari.
Talið er líklegast að Brasilía og Portúgal mætist í úrslitum en báðar þjóðir unnu stórsigra í 16-liða úrslitum.
Enn á margt eftir að gerast en sem stendur verður að teljast líklegt að Brasilía komist í undanúrslitin. Króatía stendur í vegi þeirra og ef marka má frammistöðu Króata gegn Japan þá ætti leið Brasilíu í undanúrslitin að vera nokkuð greið.
Aðrir leikir í 8-liða úrslitum eru Portúgal gegn Marokkó, Argentína gegn Hollandi og England gegn Frakklandi.
- The UPDATED knockout phase bracket for this year's World Cup
— Gracenote Live (@GracenoteLive) December 6, 2022
SEVEN of the first eight knockout ties won by the favourites
Morocco & Portugal are the final quarter-finalists
Bracket shows matches if favourite always winshttps://t.co/8J9JlxIlqD#WorldCup2022 #POR #MAR pic.twitter.com/JKHDftVSb7
Líkur hverrar þjóðar í prósentum
- Brasilía – 25%
- Argentína – 20%
- Portúgal – 13%
- Frakkland – 11%
- Holland – 11%
- England – 10%
- Marokkó – 6%
- Króatía – 5%
Átta liða úrslit HM hefjast á föstudag með tveimur leikjum og lýkur tveimur dögum síðar með tveimur leikjum til viðbótar.