„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 14:00 Kjartan segir meirihlutann ekki hafa gengið nógu langt í hagræðingaraðgerðum. Vísir Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Áætlunin tekur mið af nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar og gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára, 2023 til 2027. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga vel, umræðurnar málefnalegar. Það reyndist vera miklu breiðari stuðningur við fjölmargar af þeim hagræðingartillögum sem við höfum lagt fram en umræðan gaf til kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Útfæra og innleiða þurfi hagræðingaraðgerðir af virðingu við borgarana. Meðal þeirra hagræðinga sem hafa verið gagnrýndar er lokun Vinjar, dagseturs fyrir fólk með geðraskanir en borgin tók við rekstrinum af Rauða Krossinum í júlí síðastliðnum. „Hugmyndin er að þjóna [þessum hópi] með öðrum hætti í samhengi við aðra þjónustu borgarinnar. Næsta skref í því er að setjast niður með geðhjálp og öðrum sem koma að málaflokknum til að finna góða lendingu varðandi það,“ segir Dagur. Minnihlutinn segir aðgerðirnar ekki nógu drastískar. „Þessi fjárhagsáætlun sýnir að það á að halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn. Það eru mjög slæm tíðindi fyrir borgarbúa að það skuli að eiga að bæta enn við skuldirnar,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á dögunum sjö milljarða króna sparnaðaraðgerðir, sem voru ekki samþykktar. „Hagræðingin er samt ekki svo mikil. Það sér varla högg á vatni og ástandið er þannig að það hefði þurft að ráðast í miklu víðtækari og stærri hagræðingaraðgerðir.“ Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Áætlunin tekur mið af nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar og gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára, 2023 til 2027. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga vel, umræðurnar málefnalegar. Það reyndist vera miklu breiðari stuðningur við fjölmargar af þeim hagræðingartillögum sem við höfum lagt fram en umræðan gaf til kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Útfæra og innleiða þurfi hagræðingaraðgerðir af virðingu við borgarana. Meðal þeirra hagræðinga sem hafa verið gagnrýndar er lokun Vinjar, dagseturs fyrir fólk með geðraskanir en borgin tók við rekstrinum af Rauða Krossinum í júlí síðastliðnum. „Hugmyndin er að þjóna [þessum hópi] með öðrum hætti í samhengi við aðra þjónustu borgarinnar. Næsta skref í því er að setjast niður með geðhjálp og öðrum sem koma að málaflokknum til að finna góða lendingu varðandi það,“ segir Dagur. Minnihlutinn segir aðgerðirnar ekki nógu drastískar. „Þessi fjárhagsáætlun sýnir að það á að halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn. Það eru mjög slæm tíðindi fyrir borgarbúa að það skuli að eiga að bæta enn við skuldirnar,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á dögunum sjö milljarða króna sparnaðaraðgerðir, sem voru ekki samþykktar. „Hagræðingin er samt ekki svo mikil. Það sér varla högg á vatni og ástandið er þannig að það hefði þurft að ráðast í miklu víðtækari og stærri hagræðingaraðgerðir.“
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45