Innlent

Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær.

Fram kom í tillögu flokksins að áætla mætti að verðmæti sumarhússins væri á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Söluandvirðið verður fært á handbært fé.

Tillagan var sú eina af fjölmörgum breytingartillögum minnihlutans í borgarstjórn til að mæta hallarekstri í borginni sem var samþykkt í gærkvöldi. 

91 af 92 tillögum meirihlutans um niðurskurð hjá Reykjavíkurborg var samþykkt á fundinum. Sú eina sem var ekki samþykkt var tillagan um að hætta rekstri Sigluness í Nauthólsvík. Sú tillaga var send aftur til meðferðar hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×