Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 10:14 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Vísir/Arnar Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum. Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði aldrei hafa staðið til að Framsýn yrði ekki með í þessum samningum. „Ég veit vel að það eru búin að vera að vinna gegn þessum samningi alls konar öfl og þetta var hluti af því. Að reyna að búa til óeiningu áður en skrifað var undir,“ sagði Aðalsteinn. Um óeininguna innan ASÍ segir Aðalsteinn að þetta sé sirkus sem stöðvist ekki. „Þessi lítilsvirðing sem er bundin við ákveðna verkalýðsforingja, sem halda þessari umræðu uppi og á lofti, það er bara óþolandi,“ sagði Aðalsteinn og vísaði hann til umræðu gegn samningum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífisins. Efling og VR slitu sig frá viðræðum SGS við Samtök atvinnulífsins. Þau eru því ekki hluti af samningunum sem skrifað var undir liðna helgi. Unnu vinnuna sína Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gagnrýnt SGS fyrir að hafa lokað kjarasamningi við SA. Hún hefur sagt að menn hefðu átt að fara sér hægar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið undir með Sólveigu Önnu og sagt að samningsstaða verkalýðshreyfingarinnar hafi fyrir vikið versnað. „Ég er nú reynslubolti og þekki ágætlega vel til í þessum geira. Það má segja um þessa samninga að þeir eru góðir fyrir verkafólk, vegna þess að við erum að semja fyrir taxtafólkið. Við erum ekki að semja fyrir fólkið sem skammtar sér laun nánast eins og þeim dettur í hug,“ sagði Aðalsteinn. Þá sagði hann að það eina sem forsvarsmenn SGS hefðu gert hefði verið að vinna vinnuna sína. „Ég tek það fram. Starfsgreinasambandið, undir forystu Vilhjálms Birgissonar, við lögðum fram okkar kröfugerð í júní. Þar á undan var búin að eiga sér góð umræða í félögunum þar sem kallað var eftir áliti félagsmanna. Þar kom mjög skírt fram að krafan um það að samningar giltu frá þeim tíma sem samningarnir rynnu út þann fyrsta nóvember.“ Þetta segir Aðalsteinn að hafi verið lagt fram í júní og að viðræður hafi staðið yfir í um fjóra mánuði þegar skrifað var undir. „Ég veit það, af því það hefur komið ómakleg gagnrýni frá Eflingu, að þau skiluðu sinni kröfugerð nánast bara korteri í samningsslit. Það er að segja þegar samningurinn rann út fyrsta nóvember, eða einhverjum fjórum mánuðum síðar en við,“ segir Aðalsteinn. „Svo er verið að tala um að við bíðum. Við bara unnum okkar vinnu og erum að landa hérna samningi sem er bara ágætis samningur.“ Samningurinn gildir í eitt ár og Aðalsteinn segir að sest verði aftur við samningsborðið eftir líklega sex mánuði eða jafnvel fyrr. Hlusta má á viðtalið við Aðalstein í spilaranum hér að neðan. Mjög flókin gáta Um það af hverju Sólveig hefði stungið Vilhjálm í bakið, eins og Vilhjálmur sjálfur orðaði það, sagðist Aðalsteinn ekki skilja það. Hann sagðist telja að sagnfræðingar gætu ekki heldur leyst þessa gátu, því hún væri svo flókin. Sjá einnig: Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Þá sagði Aðalsteinn að þegar Lífskjarasamningarnir svokölluðu voru gerðir árið 2019 hafi það verið Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness sem hafi leitt það. Starfsgreinasambandinu hafi verið ýtt til hliðar þá og ekkert sérstakt samband hafi verið haft við það þegar þessi félög ákváðu að klára samninga. Þáverandi formaður var bara beðinn um að koma og skrifa undir. „Svo eru menn bara eitthvað hissa núna, snúa þessu á hvolf og segja af hverju var ekki beðið með að skrifa undir. Til hvers?“ spyr Aðalsteinn. Hann tók undir það að ástandið innan ASÍ væri mjög slæmt. „Nú er verið að skrifa og skrifa gegn þessum samningum og ég veit ekkert hvort þeim takist ætlunarverk sitt og komi í veg fyrir að þeir verði samþykktir, sem að ég tel mjög góða fyrir okkar fólk. Það má vel vera að þeir nái ekki í gegn en þá eru menn líka að fórna launahækkunum næstu mánuðina.“ Aðalsteinn sagðist hafa trú á því að samningarnir verði samþykktir en vildi ekki segja fólki hvort það ætti að samþykkja þá eða ekki. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. 6. desember 2022 15:24 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði aldrei hafa staðið til að Framsýn yrði ekki með í þessum samningum. „Ég veit vel að það eru búin að vera að vinna gegn þessum samningi alls konar öfl og þetta var hluti af því. Að reyna að búa til óeiningu áður en skrifað var undir,“ sagði Aðalsteinn. Um óeininguna innan ASÍ segir Aðalsteinn að þetta sé sirkus sem stöðvist ekki. „Þessi lítilsvirðing sem er bundin við ákveðna verkalýðsforingja, sem halda þessari umræðu uppi og á lofti, það er bara óþolandi,“ sagði Aðalsteinn og vísaði hann til umræðu gegn samningum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífisins. Efling og VR slitu sig frá viðræðum SGS við Samtök atvinnulífsins. Þau eru því ekki hluti af samningunum sem skrifað var undir liðna helgi. Unnu vinnuna sína Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gagnrýnt SGS fyrir að hafa lokað kjarasamningi við SA. Hún hefur sagt að menn hefðu átt að fara sér hægar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið undir með Sólveigu Önnu og sagt að samningsstaða verkalýðshreyfingarinnar hafi fyrir vikið versnað. „Ég er nú reynslubolti og þekki ágætlega vel til í þessum geira. Það má segja um þessa samninga að þeir eru góðir fyrir verkafólk, vegna þess að við erum að semja fyrir taxtafólkið. Við erum ekki að semja fyrir fólkið sem skammtar sér laun nánast eins og þeim dettur í hug,“ sagði Aðalsteinn. Þá sagði hann að það eina sem forsvarsmenn SGS hefðu gert hefði verið að vinna vinnuna sína. „Ég tek það fram. Starfsgreinasambandið, undir forystu Vilhjálms Birgissonar, við lögðum fram okkar kröfugerð í júní. Þar á undan var búin að eiga sér góð umræða í félögunum þar sem kallað var eftir áliti félagsmanna. Þar kom mjög skírt fram að krafan um það að samningar giltu frá þeim tíma sem samningarnir rynnu út þann fyrsta nóvember.“ Þetta segir Aðalsteinn að hafi verið lagt fram í júní og að viðræður hafi staðið yfir í um fjóra mánuði þegar skrifað var undir. „Ég veit það, af því það hefur komið ómakleg gagnrýni frá Eflingu, að þau skiluðu sinni kröfugerð nánast bara korteri í samningsslit. Það er að segja þegar samningurinn rann út fyrsta nóvember, eða einhverjum fjórum mánuðum síðar en við,“ segir Aðalsteinn. „Svo er verið að tala um að við bíðum. Við bara unnum okkar vinnu og erum að landa hérna samningi sem er bara ágætis samningur.“ Samningurinn gildir í eitt ár og Aðalsteinn segir að sest verði aftur við samningsborðið eftir líklega sex mánuði eða jafnvel fyrr. Hlusta má á viðtalið við Aðalstein í spilaranum hér að neðan. Mjög flókin gáta Um það af hverju Sólveig hefði stungið Vilhjálm í bakið, eins og Vilhjálmur sjálfur orðaði það, sagðist Aðalsteinn ekki skilja það. Hann sagðist telja að sagnfræðingar gætu ekki heldur leyst þessa gátu, því hún væri svo flókin. Sjá einnig: Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Þá sagði Aðalsteinn að þegar Lífskjarasamningarnir svokölluðu voru gerðir árið 2019 hafi það verið Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness sem hafi leitt það. Starfsgreinasambandinu hafi verið ýtt til hliðar þá og ekkert sérstakt samband hafi verið haft við það þegar þessi félög ákváðu að klára samninga. Þáverandi formaður var bara beðinn um að koma og skrifa undir. „Svo eru menn bara eitthvað hissa núna, snúa þessu á hvolf og segja af hverju var ekki beðið með að skrifa undir. Til hvers?“ spyr Aðalsteinn. Hann tók undir það að ástandið innan ASÍ væri mjög slæmt. „Nú er verið að skrifa og skrifa gegn þessum samningum og ég veit ekkert hvort þeim takist ætlunarverk sitt og komi í veg fyrir að þeir verði samþykktir, sem að ég tel mjög góða fyrir okkar fólk. Það má vel vera að þeir nái ekki í gegn en þá eru menn líka að fórna launahækkunum næstu mánuðina.“ Aðalsteinn sagðist hafa trú á því að samningarnir verði samþykktir en vildi ekki segja fólki hvort það ætti að samþykkja þá eða ekki.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. 6. desember 2022 15:24 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. 6. desember 2022 15:24
Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09
Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07