Portúgalska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar eftir 6-1 sigur á Sviss í síðasta leik sextán liða úrslitanna.
Þrjú af þessum mörkum skoraði hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos sem hafði komið inn í byrjunarliðið fyrir goðsögnina Cristiano Ronaldo.
Augun voru á Ronaldo á bekknum og þó að hann hafi skorað eftir að hann kom inn á sem varamaður þá var markið dæmt af vegna rangstöðu.
Fernando Santos on Cristiano Ronaldo:
— LiveScore (@livescore) December 6, 2022
"There is no problem with our captain. We've been friends for years. We spoke before the game and he had no issue with my decision. He s an example." pic.twitter.com/vzGNMXq8TQ
Fernando Santos, þjálfari Portúgal, hafði kjarkinn til að setja stærstu stjörnu liðsins á bekkinn en eftir þessi úrslit getur enginn gagnrýnt hana.
Santos var spurður út í framtíð Ronaldo í portúgalska landsliðinu á þessu heimsmeistaramóti.
„Það er eitthvað sem við eigum enn eftir að ákveða. Við eigum mjög náið samband og höfðum allt átt það. Ég hef þekkt hann síðan hann var nítján ára gamall hjá Sporting og svo fór hann að þroskast í landsliðinu eftir að ég kom inn árið 2014,“ sagði Fernando Santos.
„Það eru engin vandamál hjá fyrirliða okkar. Við höfum verið vinir í mörg ár og ég talaði við hann fyrir leikinn. Hann setti ekkert út á mína ákvörðun. Hann er fyrirmynd,“ sagði Santos.
Fernando Santos made a bold call in leaving Cristiano Ronaldo out of #POR's last-16 tie with #SUI
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 7, 2022
Goncalo Ramos' hat-trick proved it was the right decision.
Nicknamed the wizard (O Feiticeiro), Ramos showed his magic with his first shot.
@lmwilliamson7, @charlotteharpur
Santos sagði að ákvörðun sín hafi verið taktísk.
„Cristiano er meira staðbundinn leikmaður sem heldur sig á ákveðnu svæði í kringum teiginn. Goncalo er allt öðruvísi leikmaður. Hann er mjög dínamískur og ég valdi hann eftir að hafa séð ákveðna hluti hjá svissneska liðinu. Það sýndi sig líka,“ sagði Santos.
„Þetta er ekkert nýtt. Hann hafði komið við sögu í tveimur leikjum,“ sagði Santos. og talaði einnig um Andre Silva.
„Ég er með þrjá leikmenn sem ég treysti fullkomlega í þessa stöðu. Ég mun velja þann leikmann sem hentar best uppleggi okkar í hverjum leik,“ sagði Santos.