Segist ekki vera búinn að ákveða hlutverk Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 13:02 Cristiano Ronaldo og Fernando Santos hafa unnið lengi saman. Getty/Stefan Matzke Gærkvöldið var líka gott kvöld fyrir alla Portúgala nema kannski Cristiano Ronaldo. Portúgalska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar eftir 6-1 sigur á Sviss í síðasta leik sextán liða úrslitanna. Þrjú af þessum mörkum skoraði hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos sem hafði komið inn í byrjunarliðið fyrir goðsögnina Cristiano Ronaldo. Augun voru á Ronaldo á bekknum og þó að hann hafi skorað eftir að hann kom inn á sem varamaður þá var markið dæmt af vegna rangstöðu. Fernando Santos on Cristiano Ronaldo: "There is no problem with our captain. We've been friends for years. We spoke before the game and he had no issue with my decision. He s an example." pic.twitter.com/vzGNMXq8TQ— LiveScore (@livescore) December 6, 2022 Fernando Santos, þjálfari Portúgal, hafði kjarkinn til að setja stærstu stjörnu liðsins á bekkinn en eftir þessi úrslit getur enginn gagnrýnt hana. Santos var spurður út í framtíð Ronaldo í portúgalska landsliðinu á þessu heimsmeistaramóti. „Það er eitthvað sem við eigum enn eftir að ákveða. Við eigum mjög náið samband og höfðum allt átt það. Ég hef þekkt hann síðan hann var nítján ára gamall hjá Sporting og svo fór hann að þroskast í landsliðinu eftir að ég kom inn árið 2014,“ sagði Fernando Santos. „Það eru engin vandamál hjá fyrirliða okkar. Við höfum verið vinir í mörg ár og ég talaði við hann fyrir leikinn. Hann setti ekkert út á mína ákvörðun. Hann er fyrirmynd,“ sagði Santos. Fernando Santos made a bold call in leaving Cristiano Ronaldo out of #POR's last-16 tie with #SUIGoncalo Ramos' hat-trick proved it was the right decision.Nicknamed the wizard (O Feiticeiro), Ramos showed his magic with his first shot. @lmwilliamson7, @charlotteharpur— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 7, 2022 Santos sagði að ákvörðun sín hafi verið taktísk. „Cristiano er meira staðbundinn leikmaður sem heldur sig á ákveðnu svæði í kringum teiginn. Goncalo er allt öðruvísi leikmaður. Hann er mjög dínamískur og ég valdi hann eftir að hafa séð ákveðna hluti hjá svissneska liðinu. Það sýndi sig líka,“ sagði Santos. „Þetta er ekkert nýtt. Hann hafði komið við sögu í tveimur leikjum,“ sagði Santos. og talaði einnig um Andre Silva. „Ég er með þrjá leikmenn sem ég treysti fullkomlega í þessa stöðu. Ég mun velja þann leikmann sem hentar best uppleggi okkar í hverjum leik,“ sagði Santos. HM 2022 í Katar Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Portúgalska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar eftir 6-1 sigur á Sviss í síðasta leik sextán liða úrslitanna. Þrjú af þessum mörkum skoraði hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos sem hafði komið inn í byrjunarliðið fyrir goðsögnina Cristiano Ronaldo. Augun voru á Ronaldo á bekknum og þó að hann hafi skorað eftir að hann kom inn á sem varamaður þá var markið dæmt af vegna rangstöðu. Fernando Santos on Cristiano Ronaldo: "There is no problem with our captain. We've been friends for years. We spoke before the game and he had no issue with my decision. He s an example." pic.twitter.com/vzGNMXq8TQ— LiveScore (@livescore) December 6, 2022 Fernando Santos, þjálfari Portúgal, hafði kjarkinn til að setja stærstu stjörnu liðsins á bekkinn en eftir þessi úrslit getur enginn gagnrýnt hana. Santos var spurður út í framtíð Ronaldo í portúgalska landsliðinu á þessu heimsmeistaramóti. „Það er eitthvað sem við eigum enn eftir að ákveða. Við eigum mjög náið samband og höfðum allt átt það. Ég hef þekkt hann síðan hann var nítján ára gamall hjá Sporting og svo fór hann að þroskast í landsliðinu eftir að ég kom inn árið 2014,“ sagði Fernando Santos. „Það eru engin vandamál hjá fyrirliða okkar. Við höfum verið vinir í mörg ár og ég talaði við hann fyrir leikinn. Hann setti ekkert út á mína ákvörðun. Hann er fyrirmynd,“ sagði Santos. Fernando Santos made a bold call in leaving Cristiano Ronaldo out of #POR's last-16 tie with #SUIGoncalo Ramos' hat-trick proved it was the right decision.Nicknamed the wizard (O Feiticeiro), Ramos showed his magic with his first shot. @lmwilliamson7, @charlotteharpur— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 7, 2022 Santos sagði að ákvörðun sín hafi verið taktísk. „Cristiano er meira staðbundinn leikmaður sem heldur sig á ákveðnu svæði í kringum teiginn. Goncalo er allt öðruvísi leikmaður. Hann er mjög dínamískur og ég valdi hann eftir að hafa séð ákveðna hluti hjá svissneska liðinu. Það sýndi sig líka,“ sagði Santos. „Þetta er ekkert nýtt. Hann hafði komið við sögu í tveimur leikjum,“ sagði Santos. og talaði einnig um Andre Silva. „Ég er með þrjá leikmenn sem ég treysti fullkomlega í þessa stöðu. Ég mun velja þann leikmann sem hentar best uppleggi okkar í hverjum leik,“ sagði Santos.
HM 2022 í Katar Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira