Innlent

Fundað eftir há­degi á morgun og fram eftir degi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir mikla undirbúningsvinnu fara fram fyrir fundina.
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir mikla undirbúningsvinnu fara fram fyrir fundina. Vísir/Vilhelm

Samninganefndir VR, iðnaðar- og tæknimanna ásamt Landssambandi íslenskra verslunarmanna munu funda með Samtökum atvinnulífsins á morgun klukkan 13:15 og fram eftir degi.

Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu.

Hann segir mikla undirbúningsvinnu fara í fundina en dagurinn í dag hafi verið nýttur í það. Undirbúningur fyrir fund morgundagsins hafi staðið yfir síðan um helgina.

„Og svo höldum við bara vel á spilunum næstu daga vonandi, það er mín von,“ segir Aðalsteinn.


Tengdar fréttir

Ekki mikill tími til stefnu

Von um skammtímasamning er úti ef ekki tekst að semja á næstu dögum að mati formanns VR. Mikil ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Starfsgreinasambandið samdi við Samtök atvinnulífsins um helgina.

Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra

Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði.

Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra

Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.