Gera ráð fyrir að aðstoða tvö þúsund heimili fyrir jólin: „Þetta er þungur róður fyrir marga“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 17:00 Fleiri virðast eiga erfitt fyrir þessi jól en árið áður, ef marka má umsóknir til Mæðrastyrksnefndar. Vísir/Vilhelm Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvö þúsund heimili leiti til þeirra fyrir jólin en um er að ræða ívið meiri fjölda en á fyrri árum. Ljóst sé að staðan í samfélaginu reynist mörgum erfið og er róðurinn þungur víða. Nína Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir aðsóknina fyrir þessi jól ívið meiri en á fyrri árum. Verðbólgan og staðan almennt í efnahagsmálum spili þar greinilega inn í meðal annars. „Við finnum alveg mikinn mun, það mun vera aukning á fólki sem að kemur til okkar núna fyrir jólin heldur en var í fyrra,“ segir Nína. Gert er ráð fyrir að tvö þúsund heimili, þá bæði einstaklingar og fjölskyldur, leiti til þeirra í ár. Til samanburðar var fjöldinn um sextán hundruð í fyrra, þó umsóknirnar hafi þá vissulega verið eilítið færri en á fyrri árum. Aðspurð um hvort þau ráði við aukinn fjölda segir Nína þau reyna að hjálpa öllum. „Við erum bara að vinna út úr þessum umsóknum sem við höfum og þetta mun taka smá tíma að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað viljum við reyna að hjálpa öllum og við eigum góða bakhjarla að sem að hjálpa okkur en þetta er samt alltaf mjög dýrt og mikið umstang,“ segir hún. „Við erum bara núna þessa dagana að taka á móti vörum og gjöfum og alls konar, af því að við erum náttúrulega líka að gefa jólagjafir, og maður finnur það bara að það er hart í ár hjá fólki,“ segir hún enn fremur. Allir boðnir og búnir til að hjálpa Í ár er í fyrsta sinn tekið á móti umsóknum á netinu en þó umsóknarfresturinn sé liðinn eru þau enn að taka á móti umsóknum, meðal annars símleiðis, enda eflaust einhverjir sem kunna ekki nægilega vel á netið. „Við segjum ekki nei við fólk, við hjálpum þó að umsóknarfrestur sé liðinn. Það er ekki nema þú búir kannski í öðru póstfélagi eða eigir lögheimili annars staðar og þá aðstoðum við bara fólk við að finna úr því,“ segir Nína. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd í gegnum maedur.is og maedrastyrkur.is en á síðarnefndu síðunni er framlagið í formi poka með matvörum og nauðsynjum. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd allt árið og á það ekki síður við um fyrir jólin en Nína segir að allir, bæði fyrirtæki og almenningur, séu boðnir og búnir til að hjálpa. „Við erum náttúrulega starfandi allt árið og fyrir utan jólin þá erum við að gefa föt og annað þannig. Þetta er það mikilvægt málefni og eins og ég segi, út frá öðrum mæðrastyrksnefndum um land allt og hjálparstofnunum þá veit ég bara að þetta er þungur róður fyrir marga,“ segir Nína. Hægt er að leggja Mæðrastyrksnefnd lið í gegnum heimasíðuna maedur.is eða með því að leggja inn á reikning samtakanna: rn. 0101-26-35021 og kt. 470269-1119. Þá er hægt að gefa poka með matvöru og nauðsynjum í gegnum vefsíðuna maedrastyrkur.is. Hjálparstarf Jól Efnahagsmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira
Nína Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir aðsóknina fyrir þessi jól ívið meiri en á fyrri árum. Verðbólgan og staðan almennt í efnahagsmálum spili þar greinilega inn í meðal annars. „Við finnum alveg mikinn mun, það mun vera aukning á fólki sem að kemur til okkar núna fyrir jólin heldur en var í fyrra,“ segir Nína. Gert er ráð fyrir að tvö þúsund heimili, þá bæði einstaklingar og fjölskyldur, leiti til þeirra í ár. Til samanburðar var fjöldinn um sextán hundruð í fyrra, þó umsóknirnar hafi þá vissulega verið eilítið færri en á fyrri árum. Aðspurð um hvort þau ráði við aukinn fjölda segir Nína þau reyna að hjálpa öllum. „Við erum bara að vinna út úr þessum umsóknum sem við höfum og þetta mun taka smá tíma að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað viljum við reyna að hjálpa öllum og við eigum góða bakhjarla að sem að hjálpa okkur en þetta er samt alltaf mjög dýrt og mikið umstang,“ segir hún. „Við erum bara núna þessa dagana að taka á móti vörum og gjöfum og alls konar, af því að við erum náttúrulega líka að gefa jólagjafir, og maður finnur það bara að það er hart í ár hjá fólki,“ segir hún enn fremur. Allir boðnir og búnir til að hjálpa Í ár er í fyrsta sinn tekið á móti umsóknum á netinu en þó umsóknarfresturinn sé liðinn eru þau enn að taka á móti umsóknum, meðal annars símleiðis, enda eflaust einhverjir sem kunna ekki nægilega vel á netið. „Við segjum ekki nei við fólk, við hjálpum þó að umsóknarfrestur sé liðinn. Það er ekki nema þú búir kannski í öðru póstfélagi eða eigir lögheimili annars staðar og þá aðstoðum við bara fólk við að finna úr því,“ segir Nína. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd í gegnum maedur.is og maedrastyrkur.is en á síðarnefndu síðunni er framlagið í formi poka með matvörum og nauðsynjum. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd allt árið og á það ekki síður við um fyrir jólin en Nína segir að allir, bæði fyrirtæki og almenningur, séu boðnir og búnir til að hjálpa. „Við erum náttúrulega starfandi allt árið og fyrir utan jólin þá erum við að gefa föt og annað þannig. Þetta er það mikilvægt málefni og eins og ég segi, út frá öðrum mæðrastyrksnefndum um land allt og hjálparstofnunum þá veit ég bara að þetta er þungur róður fyrir marga,“ segir Nína. Hægt er að leggja Mæðrastyrksnefnd lið í gegnum heimasíðuna maedur.is eða með því að leggja inn á reikning samtakanna: rn. 0101-26-35021 og kt. 470269-1119. Þá er hægt að gefa poka með matvöru og nauðsynjum í gegnum vefsíðuna maedrastyrkur.is.
Hjálparstarf Jól Efnahagsmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira