Fótbolti

Sjáðu Samuel Eto'o ráðast á mann fyrir utan leikvang á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o missti algjörlega stjórn á sér og réðst á mann fyrir utan völlinn.
Samuel Eto'o missti algjörlega stjórn á sér og réðst á mann fyrir utan völlinn. AP/Steve Luciano

Forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins og fyrrum stórstjarna í heimsfótboltanum missti algjörlega stjórn á skapi sínum fyrir utan leikvang á HM í Katar í gærkvöldi.

Samuel Eto'o var á sínum tíma einn besti framherji heims og er einn allra besti knattspyrnumaður í sögu Kamerún og jafnvel Afríku allri.

Eto'o er kannski þekktastur fyrir að vinna þrennuna með Barcelona 2008-09 og aðra þrennu með Internazionale tímabilið á eftir.

Eto'o er nú staddur á heimsmeistaramótinu í Katar til að fylgja eftir landsliði Kamerún sem er nú úr leik. Eto'o spáði því heimsmeistaratitlinum fyrir mót en liðið datt úr eftir riðlakeppnina.

Myndband náðist af því þegar menn hópast að Samuel Eto'o sem er að reyna að komast leiðar sínar eftir leik Brasilíu og Suður-Kóreu á 974 leikvanginum í gær. Fljótlega kemur að maður með dæmigerða Youtube upptökuvél og segir augljóslega eitthvað við Eto'o.

Við það hreinlega brjálast Eto'o og reynir að ráðast á manninn sem hörfar á undan honum. Menn reyna að halda aftur af Eto'o en hann hættir ekki og sleppur loksins laus. Við það hleypur hann að manninum og sparkar í hann.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.