Thiago Silva lagði nefnilega upp þriðja mark Brasilíu fyrir Richarlison með snilldarsendingu.
Með þessari stoðsendingu þá setti Silva nýtt HM-met.
Hann er nú sá elsti í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefur gefið stoðsendingu í úrslitakeppninni.
Gamla metið átti Roger Milla frá HM á Ítalíu árið 1990.
Hér erum við að tala stoðsendingar frá því að farið var að taka þær saman á HM 1970.
Milla var þá 38 ára og eins mánaða og setti bæði aldursmet með að skora og leggja upp. Milla bætti metið yfir elsta markaskorarann með því að skora líka mark á HM í Bandaríkjunum 1994.
Thiago Silva er 38 ára og tveggja mánaða og hefur sjaldan spilað betur en einmitt á þessu tímabili.