Fótbolti

Hvarf til að horfa á HM og konan skilaði honum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adriano og Micaela Mesquita á góðri stund.
Adriano og Micaela Mesquita á góðri stund.

Adriano, fyrrverandi leikmaður brasilíska landsliðsins, Parma, Inter og fleiri liða, er skilinn eftir afar stutt hjónaband.

Ástæðan er nokkuð sérstök en fyrrverandi eiginkona Adrianos, Micaela Mesquita, var ósátt við að hann hafi horfið í tvo daga til að horfa á heimsmeistaramótið í Katar með vinum sínum.

Þegar hann sneri aftur heim óskaði Mesquita eftir skilnaði. Hjónabandið entist ekki lengi, eða aðeins 24 daga. Mesquita hefur eytt öllum ummerkjum um Adriano af Instagram.

Ekki er þó öll nótt úti fyrir Adriano því þau Mesquita ku hafa byrjað og hætt saman fimm sinnum áður.

Adriano var einn besti framherji heims en vandamál í einkalífinu urðu til þess að ferilinn fjaraði út. Hann lagði skóna á hilluna 2016.

Adriano varð fjórum sinnum ítalskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Inter. Þá varð hann tvívegis meistari í heimalandinu. Adriano lék 48 landsleiki fyrir Brasilíu og skoraði 27 mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.