Ellemann-Jensen opnar á stjórnarsamstarf með Jafnaðarmönnum Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2022 07:46 Jakob Ellemann-Jensen, formaður hægriflokksins Venstre, og Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra. EPA Jakob Ellemann-Jensen, formaður danska hægriflokksins Venstre, opnaði í gær á að mynduð verði ríkisstjórn með Jafnaðarmannaflokki Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Kannski,“ sagði Ellemann-Jensen í samtali við TV2 í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur í dönsku þingkosningunum í síðasta mánuði. Sex flokkar eiga nú í viðræðum við Jafnaðarmannaflokkinn um myndun stjórnar. Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre hafa ekki setið saman í ríkisstjórn í 44 ár, eða í forsætisráðherratíð Jafnaðarmannsins Anker Jørgensen árið 1978. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Rauða blokkin er nú með naumasta mögulega meirihluta, níutíu þingmenn, með stuðningi annars þingmanns Færeyinga og beggja þingmanna Grænlendinga. Frederiksen hefur þó sagt að hún vilji mynda breiða ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni. Fyrir kosningar sagði Ellemann-Jensen að hann myndi undir engum kringumstæðum mynda ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum. Nú segir hann að ef svo myndi fara, að Venstre og Jafnaðarmenn munu báðir eiga aðild að nýrri stjórn, þá væri það að sjálfsögðu „svikið loforð“. En þar sem ekki hafi tekist að mynda hreina hægristjórn þá sé staðan breytt. Í frétt DR kemur fram að margir innan Venstre séu óánægðir með útspil formannsins í gær. Sex flokkar eiga enn aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum við Jafnaðarmenn; Venstre með sína 23 þingmenn, Moderaterne með sína sextán, Róttækir með sína sjö, Sósíalíski þjóðarflokkurinn með fimmtán, Frjálslynda bandalagið með fjórtán og Danski þjóðarflokkurinn með fimm. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. 2. nóvember 2022 13:12 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur í dönsku þingkosningunum í síðasta mánuði. Sex flokkar eiga nú í viðræðum við Jafnaðarmannaflokkinn um myndun stjórnar. Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre hafa ekki setið saman í ríkisstjórn í 44 ár, eða í forsætisráðherratíð Jafnaðarmannsins Anker Jørgensen árið 1978. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Rauða blokkin er nú með naumasta mögulega meirihluta, níutíu þingmenn, með stuðningi annars þingmanns Færeyinga og beggja þingmanna Grænlendinga. Frederiksen hefur þó sagt að hún vilji mynda breiða ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni. Fyrir kosningar sagði Ellemann-Jensen að hann myndi undir engum kringumstæðum mynda ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum. Nú segir hann að ef svo myndi fara, að Venstre og Jafnaðarmenn munu báðir eiga aðild að nýrri stjórn, þá væri það að sjálfsögðu „svikið loforð“. En þar sem ekki hafi tekist að mynda hreina hægristjórn þá sé staðan breytt. Í frétt DR kemur fram að margir innan Venstre séu óánægðir með útspil formannsins í gær. Sex flokkar eiga enn aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum við Jafnaðarmenn; Venstre með sína 23 þingmenn, Moderaterne með sína sextán, Róttækir með sína sjö, Sósíalíski þjóðarflokkurinn með fimmtán, Frjálslynda bandalagið með fjórtán og Danski þjóðarflokkurinn með fimm.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. 2. nóvember 2022 13:12 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. 2. nóvember 2022 13:12
Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36