Mannsins var leitað í tólf tíma í gær og leit heldur áfram í dag.Getty
Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir.
Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að skýrsla hafi verið tekin af skipstjóranum í morgun. Ekki standi til að taka skýrslu af öðrum skipverjum vegna málsins enn sem komið er. Málsatvik liggi nokkuð ljóst fyrir og víst að um sé að ræða hörmulegt slys.
Leit stendur enn yfir að manninum en hún hófst aftur við birtingu í morgun. Varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Oddur V. Gíslason eru við leit um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga. Leitarsvæðið var stækkað nokkuð í dag, úr 10x10 sjómílum í 18x18.
Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.
Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni.
Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.