Innlent

Samnings­staðan sé verri eftir sam­komu­lag SGS við SA

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson 
Ragnar Þór Ingólfsson  Vísir/Vilhelm

Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu.

Hvöss orðaskipti hafa einkennt umræðuna um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífins. Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem og Ragnar Þór hafa gagnrýnt SGS fyrir að semja ekki um nægjanlega miklar kjarabætur. 

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hefur svarað fyrir sig í pistli á facebook þar sem hann fer yfir samninginn sem hann kallar þann langbesta sem hann hefur komið að á sínum langa ferli í verkalýðshreyfingunni.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hefði heldur viljað að fólk hefði flýtt sér hægar.

„Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já.“

Ragnar segir samningsstöðuna verri en fyrir helgi.

„Það hefur verið virk vinna á vettvangi ríkissáttasemjara um mögulega aðkomu stjórnvalda. Sú vinna er ennþá í gangi en eg held að samningsstaðan okkar gagnvart stjórnvöldum hefur ekki verið að styrkjast með nýundirrituðum samningum SGS.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.