Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2022 11:52 Hlynur Þór Agnarsson er aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins. Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands. Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands.
Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent