Fótbolti

Giroud bætti met Henry

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sögulegu marki fagnað.
Sögulegu marki fagnað. vísir/Getty

Mark Olivier Giroud gegn Póllandi í 16-liða úrslitum HM í Katar í dag var sögulegt.

Þetta var mark númer 52 hjá Giroud fyrir franska landsliðið og er hann því orðinn efstur á lista yfir markahæstu leikmenn franska landsliðsins frá upphafi.

Það sem gerir þetta afrek enn merkilegra er að kappinn var orðinn 25 ára þegar hann lék sinn fyrsta landsleik en hann hefur verið algjör lykilmaður í sigursælu liði Frakka á undanförnum árum.

Hann hefur spilað 117 landsleiki en Thierry Henry sem var markahæstur á undan Giroud gerði 51 mark í 123 leikjum.

Á lista yfir tíu markahæstu leikmenn Frakklands eru þrír aðrir leikmenn sem enn eru að; þeir Antoine Griezmann (42), Karim Benzema (37) og Kylian Mbappe (33).


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.