Búið er að ráða niðurlögum elds og verið er að reykræsta á staðnumVísir/ Steingrímur Dúi
Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað við Rauðagerði í Reykjavík þessa stundina. Aðgerðirnar standa yfir við bakhús húss Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Búið er að ráða niðurlögum elds sem kviknaði inni í húsinu en reykræsting stendur enn yfir.
Á myndum og myndböndum sem fréttastofu bárust má sjá mikinn reyk leggja frá húsinu og fjölmennt lið Slökkviliðs og lögreglu á vettvangi.
Í samtali við fréttastofu staðfesti slökkviliðsmaður á vakt að búið væri að slökkva eld og verið væri að reykræsta á staðnum en vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.