Fótbolti

Alexandra lagði upp mark í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir. ACF Fiorentina

Tvær íslenskar knattspyrnukonur voru í eldlínunni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Fiorentina sem heimsótti Como og lagði hún upp þriðja mark Fiorentina eftir tæplega klukkutíma leik þegar Fiorentina komst í 0-3. 

Como minnkaði muninn í 2-3 áður en yfir lauk en Alexöndru var skipt af velli á 84.mínútu.

Á sama tíma lék Guðný Árnadóttir allan leikinn í vörn AC Milan sem tapaði 0-2 fyrir AS Roma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.