Innlent

Lög­regla kölluð til vegna barna í tölvu­leik

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Þrjú mál komu upp þar sem ölvuðum var ekið heim vegna ástands, ein tilkynning þar sem grunur var um byrlun, ein tilkynning um líkamsárás í miðbænum og tilkynnt var um húsbrot í hverfi 105.
Þrjú mál komu upp þar sem ölvuðum var ekið heim vegna ástands, ein tilkynning þar sem grunur var um byrlun, ein tilkynning um líkamsárás í miðbænum og tilkynnt var um húsbrot í hverfi 105. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna hávaða í börnum sem voru að spila tölvuleik í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu varðandi mál frá klukkan 07-17. Þá var tilkynnt um aðila með hníf í hverfi 105 en maðurinn fannst ekki þrátt fyrir leit. 

Þrjú mál komu upp þar sem ölvuðum var ekið heim vegna ástands, ein tilkynning þar sem grunur var um byrlun, ein tilkynning um líkamsárás í miðbænum og tilkynnt var um húsbrot í hverfi 105.

Önnur mál sem snéru að aðstoð borgara voru m.a vegna bruna þegar pottur brann á hellu, nágrannaerjur og aðstoð vegna ölvunar. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.