Færði Argentínu mark á silfurfati og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 10:00 Rodrigo De Paul er hér í þann mund að vinna boltann af Matthew Ryan áður en Julian Alvarez potaði boltanum í netið og skoraði annað mark Argentínu. Vísir/Getty Matthew Ryan og félagar í ástralska landsliðinu féllu úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir tap gegn Argentínu. Ryan gerði mistök í öðru marki Argentínu og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga sínum í FC Kaupmannahöfn eftir leik. Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum. HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira