Dómararnir þurftu fylgd inn í klefa eftir að leikmenn Úrúgvæ gerðu að þeim aðsúg Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 12:00 Dómararnir fengu fylgd inn í klefa eftir leik. Leikmenn Úrúgvæ voru mjög ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í leiknum. Vísir/Getty Það voru mikil læti eftir að leik Úrúgvæ og Gana lauk á heimsmeistaramótinu í Katar í gær og þurftu dómarar leiksins fylgd inn í klefa að honum loknum. Luis Suarez segir að FIFA sé á móti Úrúgvæ. Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira