Dómararnir þurftu fylgd inn í klefa eftir að leikmenn Úrúgvæ gerðu að þeim aðsúg Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 12:00 Dómararnir fengu fylgd inn í klefa eftir leik. Leikmenn Úrúgvæ voru mjög ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í leiknum. Vísir/Getty Það voru mikil læti eftir að leik Úrúgvæ og Gana lauk á heimsmeistaramótinu í Katar í gær og þurftu dómarar leiksins fylgd inn í klefa að honum loknum. Luis Suarez segir að FIFA sé á móti Úrúgvæ. Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn