Fótbolti

Hildur opnaði marka­reikning sinn í Hollandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hildur er búin að skora sitt fyrsta mark í Hollandi.
Hildur er búin að skora sitt fyrsta mark í Hollandi. Twitter@FortunaVrouwen

Hildur Antonsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Telstar.

Fremke Prins kom gestunum í Telstar yfir um miðbik fyrri hálfleiks en belgíska markadrottningin Tessa Wullaert jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks gaf Wullaert fyrir markið og Hildur stangaði knöttinn í netið. Hennar fyrsta mark í Hollandi.

Það stefndi allt í að það yrði sigurmarkið en gestirnir jöfnuðu metin þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-2.

Fortuna er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig að loknum 9 umferðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.