„Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2022 19:01 Reykjavíkurborg er í ákveðnum rekstrarvanda. vísir/vilhelm Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira