Tilfinningarnar báru Vincent Aboubakar, framherji Kamerún, ofurliði þegar hann skoraði það sem reyndist sigurmark Kamerún gegn Brasilíu í lokaleik liðanna í riðlakeppni HM í fótbolta. Hann reif sig úr að ofan og fékk sitt annað gula spjald í kjölfarið.
Brasilía hafði þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum og mætti með mikið breytt lið til leiks. Á sama tíma þurfti Kamerún að vinna ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í leik Sviss og Serbíu.
Leikurinn var ekki mikið fyrir augað framan af og stefndi allt í markalaust jafntefli. Það er þangað til téður Vincent Aboubakar stangaði fyrirgjöf Jerome Ngom Mbekeli í netið á 92. mínútu leiksins.
A story in four parts.
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 2, 2022
This #FIFAWorldCup Group Stage is providing drama right until the very end! pic.twitter.com/v7iviclvYH
Aboubakar gjörsamlega missti sig í fagnaðarlátunum. segja má að hann hafi fagnað líkt og Kamerún væri komið áfram. Það var þó ekki raunin, Aboubakar fékk sitt annað gula spjald í kjölfarið og þrátt fyrir 1-0 sigur endaði Kamerún í 3. sæti með 4 stig á meðan Brasilía vann riðilinn með 6 stig.
Brasilía mætir Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum.