Pulisic skoraði eina mark leiksins gegn Íran af miklu harðfylgi. Hann lenti í samstuði við Alireza Beiranvand, markvörð íranska liðsins, og fór af velli í hálfleik.
Pulisic fékk mikið hrós fyrir hugrekkið sem hann sýndi þegar hann skoraði, að fórna djásnunum fyrir mikilvægt mark. Pulisic segir samt að pungurinn hafi sloppið óhultur frá samstuðinu.
„Ég fékk ekki högg í punginn,“ sagði Pulisic á blaðamannafundi. Hann sagðist jafnframt gera allt sem í sínu valdi stæði til að vera klár í slaginn gegn Hollandi í sextán liða úrslitunum á morgun.
Pulisic skoraði eitt mark og lagði upp annað í riðlakeppninni. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti B-riðils með fimm stig, tveimur stigum á eftir toppliði Englendinga.