Vlahovic segir fráleitt að hann hafi haldið við eiginkonu samherja síns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2022 07:31 Dusan Vlahovic er ein skærasta stjarna serbneska landsliðsins. getty/Mike Hewitt Dusan Vlahovic, framherji Juventus, segir ekkert til í því að hann hafi haldið við konu samherja síns í serbneska landsliðinu. Vlahovic kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Serbíu á HM, 2-0 tapi fyrir Brasilíu, en sat allan tímann á bekknum þegar Serbar gerðu 3-3 jafntefli við Kamerúna á mánudaginn. Serbneskir fjölmiðlar greindu frá því að ástæða þess hversu fá tækifæri Vlahovic hefur fengið á HM sé vegna þess að hann hafi haldið við eiginkonu varamarkvarðar serbneska liðsins, Predrag Rajkovic. Í byrjun blaðamannafundar Serbíu í gær sá Vlahovic sig knúinn til að kveða þessar sögusagnir í kútinn. „Samstaðan og stemmningin í hópnum hefur aldrei verið betri. Þessar sögur eru fáránlegar. Ég vil bara verja nafn mitt og mun grípa til lagalegra aðgerða ef þörf krefur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Ég vonaði að fólk myndi styðja liðið fyrir svona mikilvægan leik en þess í stað þurfum við að tala um hluti sem hafa ekkert með hann að gera,“ sagði Vlahovic. „Þetta er fólk með tóma ferilskrá sem hefur ekkert afrekað og það fær ekki athygli út á nafnið mitt. Þetta hafa alltaf verið smámenni og sanna það á hverjum degi.“ Serbía mætir Sviss í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun og þarf að vinna til að komast í sextán liða úrslit. HM 2022 í Katar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Vlahovic kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Serbíu á HM, 2-0 tapi fyrir Brasilíu, en sat allan tímann á bekknum þegar Serbar gerðu 3-3 jafntefli við Kamerúna á mánudaginn. Serbneskir fjölmiðlar greindu frá því að ástæða þess hversu fá tækifæri Vlahovic hefur fengið á HM sé vegna þess að hann hafi haldið við eiginkonu varamarkvarðar serbneska liðsins, Predrag Rajkovic. Í byrjun blaðamannafundar Serbíu í gær sá Vlahovic sig knúinn til að kveða þessar sögusagnir í kútinn. „Samstaðan og stemmningin í hópnum hefur aldrei verið betri. Þessar sögur eru fáránlegar. Ég vil bara verja nafn mitt og mun grípa til lagalegra aðgerða ef þörf krefur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Ég vonaði að fólk myndi styðja liðið fyrir svona mikilvægan leik en þess í stað þurfum við að tala um hluti sem hafa ekkert með hann að gera,“ sagði Vlahovic. „Þetta er fólk með tóma ferilskrá sem hefur ekkert afrekað og það fær ekki athygli út á nafnið mitt. Þetta hafa alltaf verið smámenni og sanna það á hverjum degi.“ Serbía mætir Sviss í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun og þarf að vinna til að komast í sextán liða úrslit.
HM 2022 í Katar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira