Fótbolti

Vlahovic segir fráleitt að hann hafi haldið við eiginkonu samherja síns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dusan Vlahovic er ein skærasta stjarna serbneska landsliðsins.
Dusan Vlahovic er ein skærasta stjarna serbneska landsliðsins. getty/Mike Hewitt

Dusan Vlahovic, framherji Juventus, segir ekkert til í því að hann hafi haldið við konu samherja síns í serbneska landsliðinu.

Vlahovic kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Serbíu á HM, 2-0 tapi fyrir Brasilíu, en sat allan tímann á bekknum þegar Serbar gerðu 3-3 jafntefli við Kamerúna á mánudaginn. 

Serbneskir fjölmiðlar greindu frá því að ástæða þess hversu fá tækifæri Vlahovic hefur fengið á HM sé vegna þess að hann hafi haldið við eiginkonu varamarkvarðar serbneska liðsins, Predrag Rajkovic. 

Í byrjun blaðamannafundar Serbíu í gær sá Vlahovic sig knúinn til að kveða þessar sögusagnir í kútinn.

„Samstaðan og stemmningin í hópnum hefur aldrei verið betri. Þessar sögur eru fáránlegar. Ég vil bara verja nafn mitt og mun grípa til lagalegra aðgerða ef þörf krefur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Ég vonaði að fólk myndi styðja liðið fyrir svona mikilvægan leik en þess í stað þurfum við að tala um hluti sem hafa ekkert með hann að gera,“ sagði Vlahovic.

„Þetta er fólk með tóma ferilskrá sem hefur ekkert afrekað og það fær ekki athygli út á nafnið mitt. Þetta hafa alltaf verið smámenni og sanna það á hverjum degi.“

Serbía mætir Sviss í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun og þarf að vinna til að komast í sextán liða úrslit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.