Búnar að sýna og sanna það að þetta er ekki karlastarf lengur Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2022 22:30 Sigríður Einarsdóttir lauk í dag 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Egill Aðalsteinsson Hún ruddi brautina fyrir íslenskar konur í flugmannastétt sem sú fyrsta sem var ráðin sem atvinnuflugmaður. Í dag var komið að síðustu lendingu Sigríðar Einarsdóttur í flugstjórasætinu hjá Icelandair og hlaut hún heiðursmóttöku á Keflavíkurflugvelli. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar flugvélin Vatnajökull sveif inn til lendingar á fjórða tímanum í dag. Síðasta flugið var frá Kaupmannahöfn, á Boeing 757, uppáhaldsflugvél Sigríðar, og það var með ráðum gert hjá Icelandair að velja þá vél sem máluð er í hátíðarlitum félagsins. Menn höfðu á orði að hún hefði smurt flugvélina í brautina, svo mjúk þótti síðasta lendingin.Egill Aðalsteinsson Farþegar sögðu okkur eftir á að þeir hefðu aldrei upplifað jafn mjúka lendingu og þessa. Það var rétt eins og flugvélin væri smurð ofan í flugbrautina. Framan við flugstöðina myndaði slökkvilið flugvallarins heiðursbunu. Atvinnuflugmannsferill Sigríðar hófst fyrir 38 árum þegar hún var ráðin til Flugleiða sem flugmaður á Fokker Friendship-vélum. Þremur árum síðar var hún komin á þotur og árið 1996 varð hún flugstjóri. Sigríður gengur inn í flugstöðina undir dynjandi lófataki kvenflugmanna, sem stóðu heiðursvörð.KMU Í flugstöðinni stóð hópur kvenflugmanna heiðursvörð þegar Sigríður gekk frá borði og aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair, Ásgeir Stefánsson, afhenti henni blómvönd. „Ég held að ég sé ekki búin að átta mig á þessu að þetta hafi verið lokalendingin. Bara svona rétt í lokalendingunni sem ég hafi áttað mig á því að þetta hafi verið síðasta flugið, - á þotum,“ sagði Sigríður, en var þó ekki á því að hún væri endanlega hætt að fljúga. „Ég held að ég geti ekki sleppt því. Það er svo gaman að fljúga. Ég verð bara að fara að endurnýja einkaflugmannsréttindin og flögra á litlum vélum.“ Sigríður, umkringd kvenflugmönnum og áhöfn sinni, sem eingöngu var skipum konum í dag, tekur við blómvendi úr hendi Ásgeirs Stefánssonar, aðstoðaryfirflugstjóra Icelandair.KMU Sem fyrsta konan í stétt íslenskra atvinnuflugmanna árið 1984 verður nafn hennar skráð í flugsögu Íslands. „Ég var ein næstu fimm ár. Eftir tíu ár vorum við þrjár. Eftir tuttugu ár var tíunda konan ráðin, - fyrir átján árum. En núna erum við held ég orðnar 77 talsins.“ Sigríður hóf flugnám árið 1977 og lauk einkaflugmannsprófi árið 1978, tvítug að aldri. Atvinnuflugmannspróf tók hún árið 1981 og var ráðin til Flugleiða, nú Icelandair, árið 1984. Þar vann hún allan sinn flugmannsferil og flaug F-27, F-50, Boeing 727, 757 og 767, auk þess að vera tveggja barna móðir. Hún er einnig með próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Konur eru núna þrettán prósent flugmanna Icelandair og verða fjórtán prósent næsta sumar. „En eigum ennþá verk að vinna. Viljum fá hlutfallið hærra. Og ég myndi óska þess að menningin myndi líka breytast hraðar. Hún er alltof karlæg ennþá. En það hjálpar með fleiri kvenflugmönnum. En það líka hjálpar að taka á ýmsum öðrum þáttum. Þetta er ekki karlastarf lengur. Við erum búnar að sýna og sanna það,“ sagði Sigríður Einarsdóttir flugstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Jafnréttismál Keflavíkurflugvöllur Boeing Tímamót Tengdar fréttir Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar flugvélin Vatnajökull sveif inn til lendingar á fjórða tímanum í dag. Síðasta flugið var frá Kaupmannahöfn, á Boeing 757, uppáhaldsflugvél Sigríðar, og það var með ráðum gert hjá Icelandair að velja þá vél sem máluð er í hátíðarlitum félagsins. Menn höfðu á orði að hún hefði smurt flugvélina í brautina, svo mjúk þótti síðasta lendingin.Egill Aðalsteinsson Farþegar sögðu okkur eftir á að þeir hefðu aldrei upplifað jafn mjúka lendingu og þessa. Það var rétt eins og flugvélin væri smurð ofan í flugbrautina. Framan við flugstöðina myndaði slökkvilið flugvallarins heiðursbunu. Atvinnuflugmannsferill Sigríðar hófst fyrir 38 árum þegar hún var ráðin til Flugleiða sem flugmaður á Fokker Friendship-vélum. Þremur árum síðar var hún komin á þotur og árið 1996 varð hún flugstjóri. Sigríður gengur inn í flugstöðina undir dynjandi lófataki kvenflugmanna, sem stóðu heiðursvörð.KMU Í flugstöðinni stóð hópur kvenflugmanna heiðursvörð þegar Sigríður gekk frá borði og aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair, Ásgeir Stefánsson, afhenti henni blómvönd. „Ég held að ég sé ekki búin að átta mig á þessu að þetta hafi verið lokalendingin. Bara svona rétt í lokalendingunni sem ég hafi áttað mig á því að þetta hafi verið síðasta flugið, - á þotum,“ sagði Sigríður, en var þó ekki á því að hún væri endanlega hætt að fljúga. „Ég held að ég geti ekki sleppt því. Það er svo gaman að fljúga. Ég verð bara að fara að endurnýja einkaflugmannsréttindin og flögra á litlum vélum.“ Sigríður, umkringd kvenflugmönnum og áhöfn sinni, sem eingöngu var skipum konum í dag, tekur við blómvendi úr hendi Ásgeirs Stefánssonar, aðstoðaryfirflugstjóra Icelandair.KMU Sem fyrsta konan í stétt íslenskra atvinnuflugmanna árið 1984 verður nafn hennar skráð í flugsögu Íslands. „Ég var ein næstu fimm ár. Eftir tíu ár vorum við þrjár. Eftir tuttugu ár var tíunda konan ráðin, - fyrir átján árum. En núna erum við held ég orðnar 77 talsins.“ Sigríður hóf flugnám árið 1977 og lauk einkaflugmannsprófi árið 1978, tvítug að aldri. Atvinnuflugmannspróf tók hún árið 1981 og var ráðin til Flugleiða, nú Icelandair, árið 1984. Þar vann hún allan sinn flugmannsferil og flaug F-27, F-50, Boeing 727, 757 og 767, auk þess að vera tveggja barna móðir. Hún er einnig með próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Konur eru núna þrettán prósent flugmanna Icelandair og verða fjórtán prósent næsta sumar. „En eigum ennþá verk að vinna. Viljum fá hlutfallið hærra. Og ég myndi óska þess að menningin myndi líka breytast hraðar. Hún er alltof karlæg ennþá. En það hjálpar með fleiri kvenflugmönnum. En það líka hjálpar að taka á ýmsum öðrum þáttum. Þetta er ekki karlastarf lengur. Við erum búnar að sýna og sanna það,“ sagði Sigríður Einarsdóttir flugstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Jafnréttismál Keflavíkurflugvöllur Boeing Tímamót Tengdar fréttir Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14