Katrín og Lilja þráspurðar um ábyrgð og mögulegt vanhæfi Bjarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:13 Katrín sagði Bjarna hafa axlað ábyrgð með því að knýja á um birtingu kaupendalistans og biðja um skýrslu um málið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, var hins vegar ekki lengi að skjóta til baka að það að biðja um skýrslu félli varla undir það að axla ábyrgð. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varði miklum hluta fyrirspurnatíma á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í að svara fyrir möguleg afglöp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra voru boðaðar á fund nefndarinnar í dag til að svara spurningum nefndarmanna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars síðastliðinn. Báðar voru Katrín og Lilja sammála þeim sjónarmiðum að mikið hefði skort á gegnsæi og upplýsingagjöf í tengslum við söluna og sögðu ráðherra ítrekað hafa gengið á eftir því að kaupendalistinn yrði gerður opinber. Margar, ef ekki flestar, spurningar þingmanna vörðuðu ábyrgð og hæfi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Lilja greindi enn fremur frá því að það hefði „fokið í hana“ þegar listinn var birtur, ekki síst með tilliti til þess hvernig staðið var að valinu á svokölluðum „fagfjárfestum“ og hversu lágar upphæðirnar hefðu verið í mörgum tilvikum. Aðspurð sagðist Lilja standa við þá sannfæringu sína að almennt útboð væri heppilegri leið en tilboðsleiðin en það gekk lítið hjá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, að fá það á hreint hjá ráðherrunum hvort „tilboðssala“, sem fjallað er um í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, væri það sama og „tilboðsaðferð“. Þórhildur Sunna vitnaði í umrædda greinargerð þegar spurt var um ábyrgð fjármálaráðherra á söluferlinu, í ljósi þess að náin ættingi, faðir Bjarna, var meðal kaupenda. Spurði þingmaðurinn ítrekað að því hvort það hefði ekki verið skylda ráðherra að athuga hæfi sitt áður en hann samþykkti söluna að tillögu Bankasýslunnar. Forsætisráðherra sagði það ekki hafa verið hlutverk Bjarna að yfirfara kaupendalistann, enda hefðu lög um sjálfstæða Bankasýsluna verið sett með það í huga að „armslengd“ væri á milli stofnunarinnar og stjórnmálanna, það er að segja ráðherra. Lilja sagðist ekki hafa viljað viðrað efasemdir sínar um tilboðsaðferðina opinberlega til að hafa ekki áhrif á viðskipti með bréf í bankanum.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna benti hins vegar á að í greingargerðinin með lögum nr 155/2012 kæmi fram að sala hluta með útboði eða skráning bréfa í kauphöll væri ferli sem væri frábrugðið hefðbundinni tilboðssölu, til dæmis fælu almennt útboð eða skráning bréfa ekki í sér „mat á einstaka tilboðum eða eiginlegar samningaviðræður við einstaka kaupendur“. Þannig mætti lesa úr greinargerðinni að tilboðssala fæli í sér mat á einstaka tilboðum og eiginlegar samningaviðræður en þess er einnig getið í greinargerðinni að ráðherra taki ákvörðun um samþykki eða höfnin tilboða fyrir hönd ríkisins, eins og eðilegt megi teljast. Katrín ítrekaði þá afstöðu sína að það væri í raun óeðlilegt ef ráðherra hefði það á sínum höndum að samþykkja eða hafna einstaka kaupendur. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, benti hins vegar á að spurningin snérist ekki um val fjármálaráðherra á einstaka kaupendum, heldur hvort hann hefði verið hæfur til að taka lokaákvörðun um söluna þegar faðir hans var í kaupendahópnum. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra voru báðar spurðar að því hvernig þær sæju framhaldið fyrir sér, það er að tilhögun á sölu á öðrum eignarhlutum ríkisins í fjármálastofnunum. Báðar sögðust bíða skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um söluna í vor og voru þær sammála um að tryggja þyrfti gagnsæi og upplýsingagjöf. Þá voru Katrín og Lilja báðar á því að flest þeirra markmiða sem sett voru fyrir söluna hefðu náðst. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra voru boðaðar á fund nefndarinnar í dag til að svara spurningum nefndarmanna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars síðastliðinn. Báðar voru Katrín og Lilja sammála þeim sjónarmiðum að mikið hefði skort á gegnsæi og upplýsingagjöf í tengslum við söluna og sögðu ráðherra ítrekað hafa gengið á eftir því að kaupendalistinn yrði gerður opinber. Margar, ef ekki flestar, spurningar þingmanna vörðuðu ábyrgð og hæfi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Lilja greindi enn fremur frá því að það hefði „fokið í hana“ þegar listinn var birtur, ekki síst með tilliti til þess hvernig staðið var að valinu á svokölluðum „fagfjárfestum“ og hversu lágar upphæðirnar hefðu verið í mörgum tilvikum. Aðspurð sagðist Lilja standa við þá sannfæringu sína að almennt útboð væri heppilegri leið en tilboðsleiðin en það gekk lítið hjá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, að fá það á hreint hjá ráðherrunum hvort „tilboðssala“, sem fjallað er um í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, væri það sama og „tilboðsaðferð“. Þórhildur Sunna vitnaði í umrædda greinargerð þegar spurt var um ábyrgð fjármálaráðherra á söluferlinu, í ljósi þess að náin ættingi, faðir Bjarna, var meðal kaupenda. Spurði þingmaðurinn ítrekað að því hvort það hefði ekki verið skylda ráðherra að athuga hæfi sitt áður en hann samþykkti söluna að tillögu Bankasýslunnar. Forsætisráðherra sagði það ekki hafa verið hlutverk Bjarna að yfirfara kaupendalistann, enda hefðu lög um sjálfstæða Bankasýsluna verið sett með það í huga að „armslengd“ væri á milli stofnunarinnar og stjórnmálanna, það er að segja ráðherra. Lilja sagðist ekki hafa viljað viðrað efasemdir sínar um tilboðsaðferðina opinberlega til að hafa ekki áhrif á viðskipti með bréf í bankanum.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna benti hins vegar á að í greingargerðinin með lögum nr 155/2012 kæmi fram að sala hluta með útboði eða skráning bréfa í kauphöll væri ferli sem væri frábrugðið hefðbundinni tilboðssölu, til dæmis fælu almennt útboð eða skráning bréfa ekki í sér „mat á einstaka tilboðum eða eiginlegar samningaviðræður við einstaka kaupendur“. Þannig mætti lesa úr greinargerðinni að tilboðssala fæli í sér mat á einstaka tilboðum og eiginlegar samningaviðræður en þess er einnig getið í greinargerðinni að ráðherra taki ákvörðun um samþykki eða höfnin tilboða fyrir hönd ríkisins, eins og eðilegt megi teljast. Katrín ítrekaði þá afstöðu sína að það væri í raun óeðlilegt ef ráðherra hefði það á sínum höndum að samþykkja eða hafna einstaka kaupendur. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, benti hins vegar á að spurningin snérist ekki um val fjármálaráðherra á einstaka kaupendum, heldur hvort hann hefði verið hæfur til að taka lokaákvörðun um söluna þegar faðir hans var í kaupendahópnum. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra voru báðar spurðar að því hvernig þær sæju framhaldið fyrir sér, það er að tilhögun á sölu á öðrum eignarhlutum ríkisins í fjármálastofnunum. Báðar sögðust bíða skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um söluna í vor og voru þær sammála um að tryggja þyrfti gagnsæi og upplýsingagjöf. Þá voru Katrín og Lilja báðar á því að flest þeirra markmiða sem sett voru fyrir söluna hefðu náðst.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels