Vill ekki að kirkjuheimsóknir leggist af Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 29. nóvember 2022 19:20 Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. Það vakti talsverða athygli þegar Laugarneskirkja sendi frá sér yfirlýsingu í haust þess efnis, að kirkjan myndi ekki bjóða uppá skólaheimsóknir á aðventunni. Þess í stað verða opnir viðburðir nú í aðdraganda jólanna. Í samskiptareglum Reykjavíkurborgar frá 2013 segir að heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga eigi að eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill ekki að þessar heimsóknir leggist af. „Já, jólin og aðventan eru auðvitað svona órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og íslenskri sögu. Ég á nú börn á grunnskólaaldri sem eru í óða önn að undirbúa jólin, á skólatíma, og það er auðvitað leiðinlegt að sjá að þessar heimsóknir séu á undanhaldi ef það er rétt. Ég á bara góðar minningar af þessum stundum frá því að ég var í skóla og ég held það séu ekki börnin sem eru að kvarta yfir því að fá frí í skólanum og fara í piparkökur og jólalög í kirkjunum.“ Laugarneskirkja.Vísir/Sigurjón En hvers vegna eru þessar heimsóknir á undanhaldi? „Ég skil alveg hvaðan þau koma, þau gera þetta í nafni umburðarlyndis og til þess að svona forðast einhver átök. Ég er bara ósammála því að þessi fallega hefð, áratugalanga hefð sé að valda einhverjum deilum í samfélaginu okkar.“ Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Jól Alþingi Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Það vakti talsverða athygli þegar Laugarneskirkja sendi frá sér yfirlýsingu í haust þess efnis, að kirkjan myndi ekki bjóða uppá skólaheimsóknir á aðventunni. Þess í stað verða opnir viðburðir nú í aðdraganda jólanna. Í samskiptareglum Reykjavíkurborgar frá 2013 segir að heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga eigi að eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill ekki að þessar heimsóknir leggist af. „Já, jólin og aðventan eru auðvitað svona órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og íslenskri sögu. Ég á nú börn á grunnskólaaldri sem eru í óða önn að undirbúa jólin, á skólatíma, og það er auðvitað leiðinlegt að sjá að þessar heimsóknir séu á undanhaldi ef það er rétt. Ég á bara góðar minningar af þessum stundum frá því að ég var í skóla og ég held það séu ekki börnin sem eru að kvarta yfir því að fá frí í skólanum og fara í piparkökur og jólalög í kirkjunum.“ Laugarneskirkja.Vísir/Sigurjón En hvers vegna eru þessar heimsóknir á undanhaldi? „Ég skil alveg hvaðan þau koma, þau gera þetta í nafni umburðarlyndis og til þess að svona forðast einhver átök. Ég er bara ósammála því að þessi fallega hefð, áratugalanga hefð sé að valda einhverjum deilum í samfélaginu okkar.“
Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Jól Alþingi Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira