Einn úr starfsliði Gana smellti af sjálfu með súrum Son eftir sigur Gana á Suður-Kóreu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2022 23:30 Atvikið sem um er ræðir. Alex Grimm/Getty Images Gana vann frábæran 3-2 sigur á Suður-Kóreu í H-riðli heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Eftir leik ákvað einn úr starfsliði Gana að smella af sjálfu með tárvotum Son Heung-min, leikmanni Tottenham Hotspur og fyrirliða Suður-Kóreu. Gana komst 2-0 yfir í leik dagsins en Suður-Kórea kom til baka og jafnaði metin. Jafntefli hefðu verið ásættanleg úrslit fyrir bæði lið en Mohammed Kudus skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 68. mínútu og Gana fagnaði dýrmætum sigri. Sigurinn þýðir að Gana er nú með þrjú stig að loknum tveimur leikjum og á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Til að það raungerist þarf Gana þó að ná í stig að lágmarki gegn fjendum sínum í Úrúgvæ. Suður-Kórea er hins vegar svo gott sem er úr leik og þarf sigur gegn Portúgal sem og að treysta á önnur úrslit. Það var því vel skiljanlegt að Son væri með tárin í augun eftir að flautað var til leiksloka. Hann stóð á miðjum velli og reyndi að halda aftur af tárunum þegar einstaklingar úr starfsliði Gana komu upp að framherjanum og reyndu að hugga hann. Einn þeirra hafði þó önnur plön, hann tók utan um Son og smellti af sjálfu. Hvort myndin fari í einkasafn eða á Instagram kemur svo í ljós á næstu dögum. A Ghanaian coach really took a selfie with Son Heung-min after the match pic.twitter.com/r8RB0UVTd1— ESPN FC (@ESPNFC) November 28, 2022 Skondið atvik fyrir okkur sem heima sitjum en mögulega finnst Son og öðrum frá Suður-Kóreu atvikið ekki jafn skondið. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira
Gana komst 2-0 yfir í leik dagsins en Suður-Kórea kom til baka og jafnaði metin. Jafntefli hefðu verið ásættanleg úrslit fyrir bæði lið en Mohammed Kudus skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 68. mínútu og Gana fagnaði dýrmætum sigri. Sigurinn þýðir að Gana er nú með þrjú stig að loknum tveimur leikjum og á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Til að það raungerist þarf Gana þó að ná í stig að lágmarki gegn fjendum sínum í Úrúgvæ. Suður-Kórea er hins vegar svo gott sem er úr leik og þarf sigur gegn Portúgal sem og að treysta á önnur úrslit. Það var því vel skiljanlegt að Son væri með tárin í augun eftir að flautað var til leiksloka. Hann stóð á miðjum velli og reyndi að halda aftur af tárunum þegar einstaklingar úr starfsliði Gana komu upp að framherjanum og reyndu að hugga hann. Einn þeirra hafði þó önnur plön, hann tók utan um Son og smellti af sjálfu. Hvort myndin fari í einkasafn eða á Instagram kemur svo í ljós á næstu dögum. A Ghanaian coach really took a selfie with Son Heung-min after the match pic.twitter.com/r8RB0UVTd1— ESPN FC (@ESPNFC) November 28, 2022 Skondið atvik fyrir okkur sem heima sitjum en mögulega finnst Son og öðrum frá Suður-Kóreu atvikið ekki jafn skondið.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira