Fótbolti

Einn úr starfs­liði Gana smellti af sjálfu með súrum Son eftir sigur Gana á Suður-Kóreu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atvikið sem um er ræðir.
Atvikið sem um er ræðir. Alex Grimm/Getty Images

Gana vann frábæran 3-2 sigur á Suður-Kóreu í H-riðli heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Eftir leik ákvað einn úr starfsliði Gana að smella af sjálfu með tárvotum Son Heung-min, leikmanni Tottenham Hotspur og fyrirliða Suður-Kóreu.

Gana komst 2-0 yfir í leik dagsins en Suður-Kórea kom til baka og jafnaði metin. Jafntefli hefðu verið ásættanleg úrslit fyrir bæði lið en Mohammed Kudus skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 68. mínútu og Gana fagnaði dýrmætum sigri. 

Sigurinn þýðir að Gana er nú með þrjú stig að loknum tveimur leikjum og á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Til að það raungerist þarf Gana þó að ná í stig að lágmarki gegn fjendum sínum í Úrúgvæ.

Suður-Kórea er hins vegar svo gott sem er úr leik og þarf sigur gegn Portúgal sem og að treysta á önnur úrslit. Það var því vel skiljanlegt að Son væri með tárin í augun eftir að flautað var til leiksloka.

Hann stóð á miðjum velli og reyndi að halda aftur af tárunum þegar einstaklingar úr starfsliði Gana komu upp að framherjanum og reyndu að hugga hann. Einn þeirra hafði þó önnur plön, hann tók utan um Son og smellti af sjálfu. Hvort myndin fari í einkasafn eða á Instagram kemur svo í ljós á næstu dögum.

Skondið atvik fyrir okkur sem heima sitjum en mögulega finnst Son og öðrum frá Suður-Kóreu atvikið ekki jafn skondið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×