Fótbolti

Í­huga að fá Pulisic á láni til að fylla skarð Ron­aldo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Christian Pulisic í leik með bandaríska landsliðinu.
Christian Pulisic í leik með bandaríska landsliðinu. Bill Barrett/Getty Images

Forráðamenn Manchester United íhugðu að sækja bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic á láni frá Chelsea síðasta sumar. Áhuginn er enn sá sami og gæti Man United reynt að fá leikmanninn í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Samkvæmt frétt ESPN þá er Chelsea til í að leyfa Pulisic að fara frá félaginu á láni en hann hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til Lundúna frá Borussia Dortmund sumarið 2019 fyrir litlar 58 milljónir punda.

Erik ten Hag vill fá sóknarþenkjandi leikmann í janúar til að fylla skarð Cristiano Ronaldo sem yfirgaf félagið á dögunum. Þó Pulisic sé ekki líklegur til að spila sem fremsti maður myndi þetta gefa Man United aukna breidd það sem eftir lifir tímabils.

Man United er ekki eina liðið sem hefur áhuga á hinum 24 ára gamla Pulisic. Newcastle United sem og topplið Arsenal eru einnig á höttunum á eftir kauða.


Tengdar fréttir

Man United í­hugar að fá Pulisic á láni

Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×