Erlent

Karl­maður skotinn til bana í Osló

Árni Sæberg skrifar
Morðið var framið nálægt miðbæ Oslóar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Morðið var framið nálægt miðbæ Oslóar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM

Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana nálægt miðbæ Oslóar á fimmta tímanum í nótt. Einn hefur verið handtekinn grunaður um morðið.

Tilkynning um byssuhvell barst lögregunni í Osló klukkan 04:18 í nótt að staðartíma. Þegar lögregluþjónar komu á svæðið, sem í námunda við Grænlandsneðanjarðarlestarstöðina, fundu þeir mann sem hafði verið skotinn. Fljótlega kom í ljós að hann var látinn. Þetta segir í frétt Verdens Gang um málið.

Þar segir jafnframt að einn sé grunaður um ódæðið en að tveir hafi verið færðir til yfirheyrslu í tengslum við það.

Fréttaveitan NTB hefur eftir Rune Hundere, sem leiðir rannsóknina, að talið sé að tengsl séu milli árásarmannsins og fórnarlambsins og árásin því ekki handahófskennd. Rune Hundere, verkefnastjóri hjá lögreglunni í Osló, gat ekki staðfest það í samtali við VG.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.