Felix vill yfirgefa Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 11:30 João Félix biður til æðri máttarvalda í von um að komast frá Atlético Madríd. Jose Breton/Pics/Getty Images Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Hinn 23 ára gamli Felix er staddur í Katar þar sem HM í fótbolta fer nú fram. Skoraði hann meðal annars eitt marka Portúgals í 3-2 sigrinum á Ghana. Hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu hjá Atlético og hefur því beðið umboðsmann sinn um að finna nýtt lið fyrir sig þegar glugginn opnar. Spænski miðillinn Marca greinir frá. Felix varð dýrasti leikmaður í sögu Atlético þegar hann var keyptur sumarið 2019 á 126 milljónir evra. Það vakti athygli þegar Felix valdi Atl. Madríd fram yfir önnur lið þá en Diego Simeone, þjálfari liðsins, er hrifinn af stífum varnarleik á meðan Felix er léttleikandi sóknarmaður sem myndi eflaust njóta sín þar sem hann fengi meira frjálsræði. Jorge Mendes, umboðsmaður Felix, virðist hafa sannfært Atlético um að leyfa leikmanninum að fara í janúar ef nægilega gott tilboð berst. Það ætti ekki að vera vandamál þar sem Bayern München, Chelsea, Manchester United og Paris Saint-Germain eru samkvæmt Marca öll tilbúin að opna veskið. Fótbolti Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Felix er staddur í Katar þar sem HM í fótbolta fer nú fram. Skoraði hann meðal annars eitt marka Portúgals í 3-2 sigrinum á Ghana. Hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu hjá Atlético og hefur því beðið umboðsmann sinn um að finna nýtt lið fyrir sig þegar glugginn opnar. Spænski miðillinn Marca greinir frá. Felix varð dýrasti leikmaður í sögu Atlético þegar hann var keyptur sumarið 2019 á 126 milljónir evra. Það vakti athygli þegar Felix valdi Atl. Madríd fram yfir önnur lið þá en Diego Simeone, þjálfari liðsins, er hrifinn af stífum varnarleik á meðan Felix er léttleikandi sóknarmaður sem myndi eflaust njóta sín þar sem hann fengi meira frjálsræði. Jorge Mendes, umboðsmaður Felix, virðist hafa sannfært Atlético um að leyfa leikmanninum að fara í janúar ef nægilega gott tilboð berst. Það ætti ekki að vera vandamál þar sem Bayern München, Chelsea, Manchester United og Paris Saint-Germain eru samkvæmt Marca öll tilbúin að opna veskið.
Fótbolti Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira