Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja með fjölskyldu sína Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2022 09:04 Heiða Ingimarsdóttir, sem þarf að flytja með fjölskyldu sína og hundinn suður yfir jól- og áramót en hún er komin rúmlega átta mánuði á leið. Fjölskyldan býr í Fellabæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Barnshafandi kona á Austurlandi þarf að flytja suður með fimm manna fjölskyldu sína og hundinn yfir jól og áramót því hún getur ekki fætt barnið sitt í Neskaupstað. Ástæðan er sú að það verður engin skurðlæknir þar á vakt yfir jólahátíðina. Hér erum við að tala um Heiðu Ingimarsdóttur en hún er komin rúmlega 8 mánuði á leið og er skráð í fæðingu í byrjun nýs árs. Barnið gæti þó fæðst fyrr eða seinna eins og allir vita. Heiða og fjölskylda búa í Fellabæ rétt við Egilsstaði. En af hverju þarf Heiða að flytja suður með allt sitt fólk? „Við eigum von á okkar fimmta barni og við fengum símtal fyrir einum og hálfum mánuði um að það verður ekki skurðlæknir á Neskaupstað og þar að leiðandi þurfum við að fara suður um jólin með alla okkar fjölskyldu og hund. Við fengum sumarhús á Suðurlandi og verður þar en erum þá allavega í nálægð við Landsspítalann ef að ég skyldi fara af stað,” segir Heiða. Er þetta ekki meiriháttar mál fyrir ykkur? „Jú, þetta er það því það er meira en að segja það, en við erum samt heppin að við vitum að þetta stendur til og þetta er ekki að koma okkur á óvart á meðan það er fólk, sem gæti þurft á að halda skurðlækni yfir jólin, sem hefur ekki fyrirvara.” Heiða segir að ekki hafi fengist afleysing fyrir skurðlækninn, sem verður í fríi yfir jóla og áramót og því sé staðan eins og hún er. Sama hafi verið upp á teningnum síðasta sumar þegar læknirinn var í fríi. Hvað finnst þér um þetta ástand? „Þetta er bara ekki hægt, að geta ekki verið heima hjá sér yfir jólin og notið þess í rólegheitum síðustu vikurnar á meðgöngunni, heldur að þurfa að hafa áhyggjur af því að selflytja alla fjölskylduna þvert yfir landið og finna sér húsnæði.” Heiða er langt frá því að vera hress með að þurfa að flytja í burtu af svæðinu í nokkrar vikur því að það verður engin skurðlæknir á vakt í Neskaupstað yfir jól- og áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða segir að allar íbúðir stéttarfélaganna hafi verið uppbókaðar á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót en að þau hafa verið svo heppin að fá sumarbústað í Grímsnesi. Og þetta kostar heilmikið fyrir ykkur? „Já, já, það er kostnaður af þessu og þetta er líka rót. Á sumrin hefði maður kannski getað komið börnunum í pössun en maður stígar ekki fjölskyldunni allri í sundur yfir hátíðirnar,” segir Heiða. Múlaþing Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Heiðu Ingimarsdóttur en hún er komin rúmlega 8 mánuði á leið og er skráð í fæðingu í byrjun nýs árs. Barnið gæti þó fæðst fyrr eða seinna eins og allir vita. Heiða og fjölskylda búa í Fellabæ rétt við Egilsstaði. En af hverju þarf Heiða að flytja suður með allt sitt fólk? „Við eigum von á okkar fimmta barni og við fengum símtal fyrir einum og hálfum mánuði um að það verður ekki skurðlæknir á Neskaupstað og þar að leiðandi þurfum við að fara suður um jólin með alla okkar fjölskyldu og hund. Við fengum sumarhús á Suðurlandi og verður þar en erum þá allavega í nálægð við Landsspítalann ef að ég skyldi fara af stað,” segir Heiða. Er þetta ekki meiriháttar mál fyrir ykkur? „Jú, þetta er það því það er meira en að segja það, en við erum samt heppin að við vitum að þetta stendur til og þetta er ekki að koma okkur á óvart á meðan það er fólk, sem gæti þurft á að halda skurðlækni yfir jólin, sem hefur ekki fyrirvara.” Heiða segir að ekki hafi fengist afleysing fyrir skurðlækninn, sem verður í fríi yfir jóla og áramót og því sé staðan eins og hún er. Sama hafi verið upp á teningnum síðasta sumar þegar læknirinn var í fríi. Hvað finnst þér um þetta ástand? „Þetta er bara ekki hægt, að geta ekki verið heima hjá sér yfir jólin og notið þess í rólegheitum síðustu vikurnar á meðgöngunni, heldur að þurfa að hafa áhyggjur af því að selflytja alla fjölskylduna þvert yfir landið og finna sér húsnæði.” Heiða er langt frá því að vera hress með að þurfa að flytja í burtu af svæðinu í nokkrar vikur því að það verður engin skurðlæknir á vakt í Neskaupstað yfir jól- og áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða segir að allar íbúðir stéttarfélaganna hafi verið uppbókaðar á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót en að þau hafa verið svo heppin að fá sumarbústað í Grímsnesi. Og þetta kostar heilmikið fyrir ykkur? „Já, já, það er kostnaður af þessu og þetta er líka rót. Á sumrin hefði maður kannski getað komið börnunum í pössun en maður stígar ekki fjölskyldunni allri í sundur yfir hátíðirnar,” segir Heiða.
Múlaþing Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira