Neymar fór af velli á 80. mínútu leiksins eftir samstuð við Nikola Milenkovic. Leikmaðurinn var augljóslega í sárum eftir að hann var tekinn af velli og myndir eftir leikinn sýndu mikla bólgu á hægri ökkla hans.
Þrátt fyrir að hafa misst sína stærstu stjörnu af velli vann brasilíska liðið öruggan 2-0 sigur þar sem framherjinn Richarlison skoraði bæði mörk liðsins.
Liðinu nægir því einn sigur í seinustu tveimur leikjum riðlakeppninnar, en Brasilía mætir Sviss næstkomandi mánudag og lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Kamerún á föstudaginn eftir viku.
Neymar is out injured for the rest of the group stage... 😫 pic.twitter.com/YQnO5ykRCS
— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2022
Þá mun bakvörðurinn Danilo einnig missa af næstu tveimur leikjum vegna meiðsla.
„Neymar og Danilo fóru í myndatöku í dag og við sáum skemmdir á liðböndum í ökkla á þeim báðum,“ sagði læknir liðsins, Rodrigo Lasmar.
„Nú er mikilvægt að halda ró sinni og endurmeta stöðuna á hverjum degi. Hugmyndin er að þeir muni ná sér svo þeir geti klárað mótið.“
Eftir sigur Brassa gegn Serbum sagði þjálfari liðsins, Tite, einnig að hann væri sannfærður um að Neymar myndi spila meira á mótinu.