Lífið

Herra „Sexbomb“ kominn með nýjar mjaðmir

Elísabet Hanna skrifar
Tom Jones er spenntur að endurheimta fyrri færni.
Tom Jones er spenntur að endurheimta fyrri færni. Getty/TV Times/Gareth Cattermole

„Pabbi er kominn með tvær nýjar mjaðmir,“ segir söngvarinn Tom Jones í Instagram færslu á miðlinum sínum. Hann segir mjaðmaskiptaaðgerðina hafa gengið vel og er spenntur að fara aftur af stað af fullum krafti.

Eftir að Grammy verðlaunahafinn Tom opnaði sig um aðgerðina á miðlinum hefur hann fengið mikla ást frá fylgjendum sínum meðal annars frá Emmu Willis, eiginkonu Bruce Willis og tónlistarmanninum Gavin Rossdale.

Undanfarið hefur hann tekið þátt í The Voice UK sem einn af þjálfurunum. Í fyrra sigraði Ruti Olajugbagbe þáttinn en hann var þjálfarinn hennar í ferlinu. 

Hér að neðan má sjá tónlistarmyndbandið frá söngvaranum við lagið fræga, Sexbomb, sem kom út árið 1999.


Tengdar fréttir

Tom Jones fagnar afmælinu á Íslandi

Einn ástsælasti söngvari heims, Tom Jones, er á leiðinni til landsins. Hann segist ekki fá leið á gömlu lögunum sínum en er hrifinn af Ed Sheeran og James Bay.

Sir Tom Jones kemur til landsins í sumar

Goðsögnin mun halda upp á 75 ára afmæli sitt á Íslandi en hann leikur í Laugardalshöll í júní. Rödd hans eldist eins og gott rauðvín segir tónleikahaldari.

Eiginkona Tom Jones látin

Íslandsvinurinn Tom Jones, sem hélt tónleika hér á landi í fyrra, er orðinn ekkill.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.